Fótbolti

Ísland ætti að vera leiðarvísir fyrir Moldóvu

Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar
Íslensku srákarnir eftir leik á EM í Frakklandi 2016.
Íslensku srákarnir eftir leik á EM í Frakklandi 2016. Getty/Shaun Botterill
Engin Firat, þjálfari Moldóvu, hlífði hvorki knattspyrnusambandi sínu né íbúum landsins, þegar hann fór mikinn á blaðamannafundinum í gær.

Firat er nýtekinn við landsliðinu og það er eins og hann hafi vaknað upp við annan veruleika en hann bjóst við.

Umgjörðin í kringum landsliðið er ekki alveg á sama stað og Engin Firat bjóst við að sjá.

Á blaðamannafundinum í gær var hann spurður út í íslenska landsliðið og hvort hann vonaðist eftir því að íslensku leikmennirnir mættu kærulausir í leikinn.

Engin Firat hrósaði íslenska landsliðinu í svari sínu og sagði gengi og uppkomu íslenska landsliðsins á síðustu árum ætti að vera leiðarvísir fyrir Moldóvu og hvað lítil þjóð, eins og Moldóva, getur afreka í knattspyrnunni.

Fyrir nokkrum árum hefði íslenska landsliðið örugglega þurft að fara með áætlunarflugi á milli leikja en síðustu ár hefur Knattspyrnusamband Íslands flogið með liðið í áætlunarflugi.

Það var þannig núna en íslenska liðið tók stutt rúmlega klukkutíma flug frá Istanbul í Tyrklandi og til Moldóvu. Ferðalag íslenska hópsins var eins þægilegt og það getur orðið en það er hætt við því að ferðalag mótherja þeirra í kvöld sitji í moldóvsku leikmönnunum.

Moldóvar komu hins vegar ekki aftur heim frá París fyrr en fimm í gærmorgun og leikmenn spiluðu því ekki aðeins mjög erfiðan leik við Frakka heldur misstu þeir nætursvefn á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×