Portúgal tryggði EM sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 16:00 Cristiano Ronaldo skoraði seinna mark Portúgal Vísir/Getty Portúgal tryggði sæti sitt á EM 2020 með sigri á Lúxemborg í dag. Portúgalir þurftu að sigra Lúxemborg til þess að fara áfram, Serbar hefðu getað tekið sætið með sigri á Úkraínu ef Portúgalir hefðu misstigið sig. Serbar voru langt komnir með að gera sitt og virtust vera að landa sterkum sigri á Úkraínu, sem var nú þegar komin áfram, en Artem Besiedin jafnaði fyrir Úkraínu á lokamínútu uppbótatímans. Portúgal átti hins vegar ekki í miklum vandræðum með Lúxemborg. Bruno Fernades kom Portúgal yfir á 39. mínútu leiksins með marki eftir frábæra sendingu Bernardo Silva. Cristiano Ronaldo gulltryggði svo sigur Portúgal með marki á 87. mínútu. Staðan í riðlinum endar því þannig að Úkraína vann riðilinn með 20 stig, Portúgal í öðru sæti með 17 og Serbar þurfa að láta sér þriðja sætið duga með 14 stig. Lúxemborg og Litháen reka svo lestina. EM 2020 í fótbolta
Portúgal tryggði sæti sitt á EM 2020 með sigri á Lúxemborg í dag. Portúgalir þurftu að sigra Lúxemborg til þess að fara áfram, Serbar hefðu getað tekið sætið með sigri á Úkraínu ef Portúgalir hefðu misstigið sig. Serbar voru langt komnir með að gera sitt og virtust vera að landa sterkum sigri á Úkraínu, sem var nú þegar komin áfram, en Artem Besiedin jafnaði fyrir Úkraínu á lokamínútu uppbótatímans. Portúgal átti hins vegar ekki í miklum vandræðum með Lúxemborg. Bruno Fernades kom Portúgal yfir á 39. mínútu leiksins með marki eftir frábæra sendingu Bernardo Silva. Cristiano Ronaldo gulltryggði svo sigur Portúgal með marki á 87. mínútu. Staðan í riðlinum endar því þannig að Úkraína vann riðilinn með 20 stig, Portúgal í öðru sæti með 17 og Serbar þurfa að láta sér þriðja sætið duga með 14 stig. Lúxemborg og Litháen reka svo lestina.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti