Fólk leiði hugann að viðbragðsaðilum og fórnarlömbum umferðarslysa Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. nóvember 2019 14:54 Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyss Vísir/Vilhelm Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár og fjöldi fólks slasast alvarlega. Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í dag fór fram athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landsítalans í Fossvogi að þessu tilefni. Þetta er áttunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings í öryggismálum hjá Samgöngustofu. „Það er að segja þá sem að eru kallaðir til á vettvang slysa og þurfa oft við mjög erfiðar aðstæður að takast á við hlutina. Við Íslendingar eigum þessu fólki svo mikið að þakka,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.Fimm of mikið Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum en tilgangurinn dagsins er meðal annars að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um landið. „Við viljum hvetja fólk til þess að helga þennan dag því að leiða hugann að þeim viðbragðsaðilum sem að bjarga okkur og hjálpa okkur og líka leiða hugann að þeim fórnarlömbum umferðarslysa sem eru því miður svo mörg.“ Um fjögur þúsund manns láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1578 manns látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð í umferð hér á landi árið 1915. Nokkrir hafa látist í ár. „Þegar þessi orð eru sögð núna þá hafa fimm látist í umferðinni hér á landi, það er vitanlega fimm of mikið og það er fjöldi fólks sem hefur slasast alvarlega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26 Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár og fjöldi fólks slasast alvarlega. Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í dag fór fram athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landsítalans í Fossvogi að þessu tilefni. Þetta er áttunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings í öryggismálum hjá Samgöngustofu. „Það er að segja þá sem að eru kallaðir til á vettvang slysa og þurfa oft við mjög erfiðar aðstæður að takast á við hlutina. Við Íslendingar eigum þessu fólki svo mikið að þakka,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.Fimm of mikið Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum en tilgangurinn dagsins er meðal annars að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um landið. „Við viljum hvetja fólk til þess að helga þennan dag því að leiða hugann að þeim viðbragðsaðilum sem að bjarga okkur og hjálpa okkur og líka leiða hugann að þeim fórnarlömbum umferðarslysa sem eru því miður svo mörg.“ Um fjögur þúsund manns láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1578 manns látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð í umferð hér á landi árið 1915. Nokkrir hafa látist í ár. „Þegar þessi orð eru sögð núna þá hafa fimm látist í umferðinni hér á landi, það er vitanlega fimm of mikið og það er fjöldi fólks sem hefur slasast alvarlega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26 Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26
Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49