Fólk leiði hugann að viðbragðsaðilum og fórnarlömbum umferðarslysa Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. nóvember 2019 14:54 Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyss Vísir/Vilhelm Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár og fjöldi fólks slasast alvarlega. Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í dag fór fram athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landsítalans í Fossvogi að þessu tilefni. Þetta er áttunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings í öryggismálum hjá Samgöngustofu. „Það er að segja þá sem að eru kallaðir til á vettvang slysa og þurfa oft við mjög erfiðar aðstæður að takast á við hlutina. Við Íslendingar eigum þessu fólki svo mikið að þakka,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.Fimm of mikið Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum en tilgangurinn dagsins er meðal annars að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um landið. „Við viljum hvetja fólk til þess að helga þennan dag því að leiða hugann að þeim viðbragðsaðilum sem að bjarga okkur og hjálpa okkur og líka leiða hugann að þeim fórnarlömbum umferðarslysa sem eru því miður svo mörg.“ Um fjögur þúsund manns láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1578 manns látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð í umferð hér á landi árið 1915. Nokkrir hafa látist í ár. „Þegar þessi orð eru sögð núna þá hafa fimm látist í umferðinni hér á landi, það er vitanlega fimm of mikið og það er fjöldi fólks sem hefur slasast alvarlega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26 Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár og fjöldi fólks slasast alvarlega. Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í dag fór fram athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landsítalans í Fossvogi að þessu tilefni. Þetta er áttunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings í öryggismálum hjá Samgöngustofu. „Það er að segja þá sem að eru kallaðir til á vettvang slysa og þurfa oft við mjög erfiðar aðstæður að takast á við hlutina. Við Íslendingar eigum þessu fólki svo mikið að þakka,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.Fimm of mikið Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum en tilgangurinn dagsins er meðal annars að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um landið. „Við viljum hvetja fólk til þess að helga þennan dag því að leiða hugann að þeim viðbragðsaðilum sem að bjarga okkur og hjálpa okkur og líka leiða hugann að þeim fórnarlömbum umferðarslysa sem eru því miður svo mörg.“ Um fjögur þúsund manns láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1578 manns látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð í umferð hér á landi árið 1915. Nokkrir hafa látist í ár. „Þegar þessi orð eru sögð núna þá hafa fimm látist í umferðinni hér á landi, það er vitanlega fimm of mikið og það er fjöldi fólks sem hefur slasast alvarlega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26 Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26
Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49