Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Íþróttadeild skrifar 17. nóvember 2019 21:30 Birkir var maður leiksins í Moldóvu. vísir/getty Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45