Birkir skoraði fyrra mark Íslands og átti mjög góðan leik.
„Að klára þessa keppni með 19 stig er mjög gott. Tyrkirnir og Frakkarnir voru bara of sterkir en ég held að við ættum að vera sáttir með þetta og byggja ofan á þetta,“ sagði Birkir.
Fyrir leikinn var ljóst að Ísland kæmist ekki beint á EM og væri á leið í umspil. Leikurinn í kvöld skipti því engu máli upp á framhaldið að gera.
„Við vissum alveg að það yrði langsótt að komast áfram en við gerðum þetta vel.“
Birkir hlakkar til umspilsins í mars á næsta ári.
„Við vonumst til að fá meiddu leikmennina til baka og þá í gott form. Þá eru möguleikarnir mjög góðir,“ sagði Birkir að lokum.