Fótbolti

Birkir nálgast markahæstu menn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason vísir/getty
Miðjumaðurinn Birkir Bjarnason var á skotskónum í gær þegar Ísland vann 1-2 sigur á Moldóvu í undankeppni EM 2020 þegar hann skoraði eftir frábæran samleik við Ara Frey Skúlason og Mikael Neville Anderson.

Þetta var þrettánda mark Birkis fyrir íslenska A-landsliðið sem lyftir honum upp í 8.sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en þar er hann jafn Þórði Guðjónssyni. 

Birkir, sem er 31 árs gamall, er jafnframt sjöundi leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi en hann lék sinn 84. landsleik í Moldóvu í gær.

10 Markahæstu A-landsliðsmenn Íslands (Fjöldi marka í sviga)

1. Kol­beinn Sigþórs­son (26)

1. Eiður Smári Guðjohnsen (26)

3. Gylfi Þór Sig­urðsson (22)

4. Rík­h­arður Jóns­son (17)

5. Al­freð Finn­boga­son (15)

6. Rík­h­arður Daðason (14)

6. Arn­ór Guðjohnsen (14)

8. Þórður Guðjóns­son (13)

8. Birk­ir Bjarna­son (13)

10. Tryggvi Guðmundsson (12)

10. Heiðar Helguson (12)


Tengdar fréttir

Arnór Sig: Við sýndum gæði

Arnór Sigurðsson lék allan leikinn í sigri Íslands á Moldóvu í undankeppni EM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×