Fannst vanta valkost í íslensku spilaflóruna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Monika og Svavar sýndu afurðina á ráðstefnunni Spiel í Essen í Þýskalandi. „Ég kom fyrst til landsins til að heimsækja Háskóla Íslands en ég var þá að starfa fyrir háskóla heima í Tékklandi,“ segir Monika Brzkova. „Ég varð samstundis ástfangin af landinu og heimsótti það mörgum sinnum uns ég flutti hingað í mars á síðasta ári.“ Tékkland er stórveldi í heimi borðspilanna og þaðan er einn af helstu borðspilaútgefendum heimsins, CGE. Frá Tékklandi er einnig einn af þekktustu hönnuðum samtímans, Vlaada Chvatil, sem meðal annars hannaði Through the Ages, Galaxy Trucker og hið gríðarvinsæla Codenames. Monika segir áhuga Tékka á borðspilum mjög mikinn og hún sé engin undantekning. Hún hafi hins vegar ekki hugsað um að starfa á þessu sviði fyrr en hún kynntist Svavari við vinnu. Stofnuðu þau saman útgáfuna Gamia Games. Eins og hjá mörgum er borðspilagerð aukavinna. Aðalstarf Moniku er jógakennsla sem hún hefur sinnt í fimm ár, bæði fyrir fullorðna og börn. „Jóga er köllun mín í lífinu,“ segir hún. Svavar hefur hannað og gefið út borðspil í tíu ár meðfram vinnu sinni, en hann starfar hjá Fjallakofanum við vefmál. Meðal spila hans eru Bardagi og Vikings. Nýjasta afurðin heitir Mythical Island. Töluvert mikill tími fer í hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, fjármögnun og markaðssetningu. „Þetta tiltekna verkefni hefur tekið rúmt ár,“ segir Svavar. „Við unnum mikla hugmyndavinnu og lásum okkur til um þessar verur og vættir sem eru í spilinu. Þarna er bæði norræn goðafræði og íslenskar þjóðsögur og sagnir. Í spilinu fær leikmaðurinn hlutverk einnar af landvættunum. Takmark spilsins er að breyta íslensku landslagi á borðinu í ákveðið munstur samkvæmt kortum sem leikmaðurinn hefur á hendi. Spilið var sýnt á Spiel-ráðstefnunni í Essen í Þýskalandi, en hún er sú stærsta í heimi og árlega sækja hana um 150 þúsund manns. Svavar segir að ýmsir dreifingaraðilar þar hafi sýnt Mythical Island áhuga. Einnig að fleiri járn séu í eldinum sem verði kannski að veruleika. Gamia hefur farið gegn íslensku borðspilahefðinni í sinni útgáfu, en flest íslensk spil byggjast á spurningum, orðaleikjum eða hinum sígilda Matador-hring. Þeirra útgáfa fylgir frekar alþjóðlegum straumum. „Mér finnst spurninga- og orðaspil hrikalega leiðinleg og fannst vanta einhvern annan valkost í flóruna. Spil sem er krefjandi en jafnframt stutt og einfalt,“ segir Svavar. Monika og Svavar eru sammála um að borðspilaáhuginn sé á uppleið á Íslandi sem og í heiminum. „Við sjáum að tölvuleikjakrakkarnir eru í auknum mæli byrjaðir að spila borðspil. Þetta er orðið viðurkennt og ekki aðeins fyrir einhverja furðufugla úti í horni.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Borðspil Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
„Ég kom fyrst til landsins til að heimsækja Háskóla Íslands en ég var þá að starfa fyrir háskóla heima í Tékklandi,“ segir Monika Brzkova. „Ég varð samstundis ástfangin af landinu og heimsótti það mörgum sinnum uns ég flutti hingað í mars á síðasta ári.“ Tékkland er stórveldi í heimi borðspilanna og þaðan er einn af helstu borðspilaútgefendum heimsins, CGE. Frá Tékklandi er einnig einn af þekktustu hönnuðum samtímans, Vlaada Chvatil, sem meðal annars hannaði Through the Ages, Galaxy Trucker og hið gríðarvinsæla Codenames. Monika segir áhuga Tékka á borðspilum mjög mikinn og hún sé engin undantekning. Hún hafi hins vegar ekki hugsað um að starfa á þessu sviði fyrr en hún kynntist Svavari við vinnu. Stofnuðu þau saman útgáfuna Gamia Games. Eins og hjá mörgum er borðspilagerð aukavinna. Aðalstarf Moniku er jógakennsla sem hún hefur sinnt í fimm ár, bæði fyrir fullorðna og börn. „Jóga er köllun mín í lífinu,“ segir hún. Svavar hefur hannað og gefið út borðspil í tíu ár meðfram vinnu sinni, en hann starfar hjá Fjallakofanum við vefmál. Meðal spila hans eru Bardagi og Vikings. Nýjasta afurðin heitir Mythical Island. Töluvert mikill tími fer í hugmyndavinnu, hönnun, framleiðslu, fjármögnun og markaðssetningu. „Þetta tiltekna verkefni hefur tekið rúmt ár,“ segir Svavar. „Við unnum mikla hugmyndavinnu og lásum okkur til um þessar verur og vættir sem eru í spilinu. Þarna er bæði norræn goðafræði og íslenskar þjóðsögur og sagnir. Í spilinu fær leikmaðurinn hlutverk einnar af landvættunum. Takmark spilsins er að breyta íslensku landslagi á borðinu í ákveðið munstur samkvæmt kortum sem leikmaðurinn hefur á hendi. Spilið var sýnt á Spiel-ráðstefnunni í Essen í Þýskalandi, en hún er sú stærsta í heimi og árlega sækja hana um 150 þúsund manns. Svavar segir að ýmsir dreifingaraðilar þar hafi sýnt Mythical Island áhuga. Einnig að fleiri járn séu í eldinum sem verði kannski að veruleika. Gamia hefur farið gegn íslensku borðspilahefðinni í sinni útgáfu, en flest íslensk spil byggjast á spurningum, orðaleikjum eða hinum sígilda Matador-hring. Þeirra útgáfa fylgir frekar alþjóðlegum straumum. „Mér finnst spurninga- og orðaspil hrikalega leiðinleg og fannst vanta einhvern annan valkost í flóruna. Spil sem er krefjandi en jafnframt stutt og einfalt,“ segir Svavar. Monika og Svavar eru sammála um að borðspilaáhuginn sé á uppleið á Íslandi sem og í heiminum. „Við sjáum að tölvuleikjakrakkarnir eru í auknum mæli byrjaðir að spila borðspil. Þetta er orðið viðurkennt og ekki aðeins fyrir einhverja furðufugla úti í horni.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Borðspil Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira