Erlent

Á annað hundrað mót­mælendur enn lokaðir af

Atli Ísleifsson skrifar
Ófremdarástand hefur ríkt í Hong Kong síðustu mánuði.
Ófremdarástand hefur ríkt í Hong Kong síðustu mánuði. Getty
Milli hundrað og tvö hundruð mótmælendur eru enn lokaðir af inni í Fjöltækniháskólanum í Hong Kong en þar hefur umsátursástand ríkt síðan í fyrrinótt.

Þeir sem eftir eru inni í byggingunni fer nú að skorta vistir og vatn og segir þingmaður í Hong Kong að fólkið endist varla í annan sólarhring.

Þeir sem enn eru inni í byggingunni búast við að verða handteknir um leið og þeir koma út og mega búast við ákæru um að efna til uppþota sem gæti kostað þau tíu ára fangelsi.

Um tvö hundruð mótmælendum, sem öll voru undir átján ára aldri, var í nótt leyft að yfirgefa bygginguna og um hundrað fullorðnir kusu að gera slíkt hið sama.

Hinir fullorðnu voru þegar handteknir og eiga yfir höfði sér ákærur.


Tengdar fréttir

Eldsprengjur og táragas við tækniháskólann

Lögregla kínverska sjálfsstjórnarsvæðisins Hong Kong gerði í dag áhlaup á mótmælendur sem reyndu að draga athygli lögregluþjóna frá háskóla í borginni. Þar hafa mótmælendur hreiðrað um sig og setið fastir undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×