Fótbolti

Luis Enrique að taka aftur við spænska landsliðinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Luis Enrique
Luis Enrique vísir/getty
Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu og eru spænskir fjölmiðlar staðráðnir í að þar verði Luis Enrique ráðinn landsliðsþjálfari að nýju.

Enrique hætti með liðið í miðri undankeppninni eða í júni á síðasta ári til að sinna veikri dóttur sinni. Xana Enrique lést í ágúst á þessu ári, níu ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.

Robert Moreno tók við stjórnartaumunum hjá spænska liðinu þegar Enrique hætti en hann var áður aðstoðarmaður Enrique. 

Moreno er taplaus í níu leikjum en Spánn vann F-riðil undakeppninnar örugglega. Frá því að Moreno tók við starfinu hefur hann alltaf sagt að hann myndi stíga til hliðar, kæmi til þess að Enrique væri tilbúinn að snúa aftur í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×