„Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2019 14:30 Joachim Löw tekur í spaðann á Timo Werner. vísir/getty Árið 2018 var skelfilegt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta. Þjóðverjar, sem voru þá heimsmeistarar, lentu í neðsta sæti síns riðils á HM í Rússlandi og komust þ.a.l. ekki í útsláttarkeppnina. Ekki tók betra við í A-deild Þjóðadeildarinnar þar sem Þýskaland endaði í neðsta sæti síns riðils og féll niður í B-deildina. Í ár hefur hins vegar gengið öllu betur og Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM 2020 með 4-0 sigri á Hvít-Rússum í Mönchengladbach á laugardaginn. Raphael Honigstein, þýskum blaðamanni og höfundi ævisögu Jürgens Klopp, segir að Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, hafi tekið að snúa gengi Þjóðverja við á þessu ári. „Þeir lærðu af þessu. Leikstíllinn hefur breyst. Þjóðverjar eru aðeins beinskeyttari, treysta meira á skyndisóknir og leikstíllinn er meira í anda Liverpool,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. Hann segir að áður en Leroy Sané meiddist hafi Löw spilað með þrjá snögga framherja. „Þeir voru með þrjá topp framherja þegar Sané var heill. Með honum voru [Timo] Werner og [Serge] Gnabry og þeir skiptu ört um stöður,“ sagði Honigstein. Hann segir að Þjóðverjar séu í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna. „Við erum ekki með marga miðverði. Sá besti, Nicklas Süle, er meiddur og líka sá næstbesti, Antonio Rüdiger. Svo er sá þriðji besti, Mats Hummels, ekki valinn. Við erum í smá vandræðum í miðri vörninni,“ sagði Honigstein sem hefur trú á því að Þjóðverjar geti gert góða hluti á EM næsta sumar. „Löw lærði sína lexíu á HM og við verðum sterkir á EM.“ Þýskaland tekur á móti Norður-Írlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Klippa: Raphael Honigstein um þýska landsliðið EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30 Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00 „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Sjá meira
Árið 2018 var skelfilegt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta. Þjóðverjar, sem voru þá heimsmeistarar, lentu í neðsta sæti síns riðils á HM í Rússlandi og komust þ.a.l. ekki í útsláttarkeppnina. Ekki tók betra við í A-deild Þjóðadeildarinnar þar sem Þýskaland endaði í neðsta sæti síns riðils og féll niður í B-deildina. Í ár hefur hins vegar gengið öllu betur og Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM 2020 með 4-0 sigri á Hvít-Rússum í Mönchengladbach á laugardaginn. Raphael Honigstein, þýskum blaðamanni og höfundi ævisögu Jürgens Klopp, segir að Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, hafi tekið að snúa gengi Þjóðverja við á þessu ári. „Þeir lærðu af þessu. Leikstíllinn hefur breyst. Þjóðverjar eru aðeins beinskeyttari, treysta meira á skyndisóknir og leikstíllinn er meira í anda Liverpool,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. Hann segir að áður en Leroy Sané meiddist hafi Löw spilað með þrjá snögga framherja. „Þeir voru með þrjá topp framherja þegar Sané var heill. Með honum voru [Timo] Werner og [Serge] Gnabry og þeir skiptu ört um stöður,“ sagði Honigstein. Hann segir að Þjóðverjar séu í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna. „Við erum ekki með marga miðverði. Sá besti, Nicklas Süle, er meiddur og líka sá næstbesti, Antonio Rüdiger. Svo er sá þriðji besti, Mats Hummels, ekki valinn. Við erum í smá vandræðum í miðri vörninni,“ sagði Honigstein sem hefur trú á því að Þjóðverjar geti gert góða hluti á EM næsta sumar. „Löw lærði sína lexíu á HM og við verðum sterkir á EM.“ Þýskaland tekur á móti Norður-Írlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Klippa: Raphael Honigstein um þýska landsliðið
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30 Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00 „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Sjá meira
Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30
Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00
„Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58