Innlent

Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott

Jakob Bjarnar skrifar
Þorgerður segir þau í ríkisstjórninni finna þungan í umræðunni en eru samt ekki reiðubúin til að fella múr sérhagsmunagæslunnar.
Þorgerður segir þau í ríkisstjórninni finna þungan í umræðunni en eru samt ekki reiðubúin til að fella múr sérhagsmunagæslunnar. visir/vilhelm
„Mér sýnist þetta vera hvorki fugl né fiskur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna Samherjamálsins.

Ríkisstjórnin sendi fréttilkynningu frá sér nú fyrr í morgun þar sem lýst er aðgerðum sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Þorgerður Katrín hefur skoðað áætlunina og telur hana mjelkisulegan kattarþvott.

„Sýnir fyrst og fremst að stjórnin er komin á undanhald í umræðunni.

Þau finna þungan í umræðunni en eru samt ekki reiðubúin til að fella múr sérhagsmunagæslunnar,“

segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi.

Þorgerður segir hið grátbroslega vera að ef ekki væru tilskipanir frá ESB þá væri ríkisstjórnin lítið sem ekkert að gera í þessum málum. Hún segist hafa rætt málið við samflokksfólk sitt í þingflokki Viðreisnar og til standi að leggja fram uppbyggilegar tillögur sem taka mið af raunverulegum vandamálum.

„Eins og tímabundnum heimildum, markaðslausnum á veiðigjaldi, dreifðri eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkað. Allt til að byggja upp traust og auka gegnsæi. Kattarþvottur dugar ekki. Allra síst fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða VG. Nú eða Framsókn sem allir gleyma reyndar að eru í ríkisstjórn. En ástæða til að fagna fyrsta skrefi í undanhaldinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×