Wa­les á EM | Marka­veisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýska­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Wales fagna.
Leikmenn Wales fagna. vísir/getty
Wales tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri á Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2020 á heimavelli í kvöld.

Aaron Ramsey var funheitur í kvöld og skoraði bæði mörk Wales. Fyrra markið skoraði hann á 15. mínútu eftir frábæran undirbúning Gareth Bale og það síðara á 47. mínútu.

Wales endar því í öðru sæti riðilsins með fjórtán stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu, en Slóvakía og Ungverjaland sitja eftir með sárt ennið.







Georginio Wijnaldum var í banastuði er Holland vann 5-0 sigur á Eistlandi á heimavelli. Liverpool-maðurinn skoraði þrjú mörk en Nathan Ake og Myron Boadu bættu við sitthvoru markinu.

Í sama riðli skoruðu Þjóðverjar sex mörk gegn Norður-Írlandi í 6-1 sigri. Norður-Írland komst yfir en þeir þýsku gengu þá á lagið.

Serge Gnabry gerði þrjú mörk, Leon Goretzka tvö og Julian Brandt eitt. Þýskaland endar með 21 stig, Holland 19 en Norður-Írland 13.







Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins. Belgía skoraði sex mörk gegn Kýpur í 6-1 sigri er liðin mættust í I-riðlinum og Rússía vann 5-0 sigur á San Marínó í sama riðli.

Kevin De Bruyne skoraði tvö mörk fyrir Belgíu sem og Christian Benteke. Yannick Ferreira-Carrasco gerði eitt mark og eitt mark var sjálfsmark en Kýpur komst yfir í leiknum.

Belgarnir vinna riðilinn með fullt hús stiga, Rússarnir enda í öðru sætinu með 24 og Skotar í þriðja með fimmtán stig.







Öll úrslit kvöldsins:

C-riðill:

Þýskaland - Norður Írland 6-1

Holland - Eistland 5-0

E-riðill:

Slóvakía - Aserbaídsjan 2-0

Wales - Ungverjaland 2-0

G-riðill:

Norður Makedónía - Ísrael 1-0

Lettland - Austurríki 1-0

Pólland - Slóvenía 3-2

I-riðill:

Belgía - Kýpur 6-1

San Marinó - Rússland 0-5

Skotland - Kasakstan 3-1

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira