Óttast fjölda dauðsfalla í mótmælunum í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 16:18 Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. AP/Mostafa Shanechi Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjölmargir séu dánir eftir umfangsmikil mótmæli þar í landi. Yfirvöld Íran lokuðu á aðgang borgara að internetinu vegna mótmælanna og Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að sambandið verði opnað á ný. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. Erfitt er að komast að hinu sanna vegna lokunar internetsins. Mótmælin brutust út víða um Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi hækkaði verð eldsneytis og sagði að það yrði skammtað. Strax á föstudag hækkaði verðið um helming (50 prósent) eftir að ríkið dró úr niðurgreiðslum.Það var gert vegna slæms ástands efnahags Íran sem að einhverju leyti hefur verið rekinn til viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Dregið hefur verulega úr útflutningi Íran á olíu vegna þvingananna og virði gjaldmiðils landsins hefur þar að auki lækkað mikið. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur.Samkvæmt frétt BBC segja yfirvöld í Íran að einungis nokkrir hafi látið lífið og hefur mótmælendum verið lýst sem óeirðarseggjum.Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í dag að fregnir hefðu borist af því að verulega hart væri tekið á mótmælendum og jafnvel væri skotið á þá. Erfitt væri að staðfesta fregnir af svæðinu en fréttir héraðsmiðla gæfu í skyn að tugir hefðu látið lífið í minnst átta héruðum Íran. Íran Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjölmargir séu dánir eftir umfangsmikil mótmæli þar í landi. Yfirvöld Íran lokuðu á aðgang borgara að internetinu vegna mótmælanna og Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að sambandið verði opnað á ný. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. Erfitt er að komast að hinu sanna vegna lokunar internetsins. Mótmælin brutust út víða um Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi hækkaði verð eldsneytis og sagði að það yrði skammtað. Strax á föstudag hækkaði verðið um helming (50 prósent) eftir að ríkið dró úr niðurgreiðslum.Það var gert vegna slæms ástands efnahags Íran sem að einhverju leyti hefur verið rekinn til viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Dregið hefur verulega úr útflutningi Íran á olíu vegna þvingananna og virði gjaldmiðils landsins hefur þar að auki lækkað mikið. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur.Samkvæmt frétt BBC segja yfirvöld í Íran að einungis nokkrir hafi látið lífið og hefur mótmælendum verið lýst sem óeirðarseggjum.Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í dag að fregnir hefðu borist af því að verulega hart væri tekið á mótmælendum og jafnvel væri skotið á þá. Erfitt væri að staðfesta fregnir af svæðinu en fréttir héraðsmiðla gæfu í skyn að tugir hefðu látið lífið í minnst átta héruðum Íran.
Íran Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira