Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2019 21:35 Vindur fór í allt að 40 m/s í verstu hviðum. Sjúkraflutningamennirnir sem fuku lentu á lögreglubíl og vegriði Vísir/Jóhann K Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í morgun. Hermann Marínó Maggýjarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að bæði hafi þurft aðhlynningu læknis eftir byltuna og í ljós hafi komið að annað þeirra hafði fengið vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökla. Hinn var allur lemstraður og með skurð á fæti.Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Hefði verið erfitt að vinna á vettvangi ef rútan hefði oltið og farþegar hefðu slasast Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu skömmu eftir klukkan átta í morgun um að stór rúta hefði farið út af Suðurlandsvegi, nærri Hafurshól, og endað úti í á. Fjölmennt björgunarlið var sent á vettvang, bæði lögregla og björgunarsveitir auk sjúkraflutningamanna. Hermann segir að fljótlega hafi komið í ljós að enginn væri slasaður og að til allrar lukku hafi rútan haldist á hjólunum þegar hún fór út af. Um borð hafi verið tuttugu og þrír. Hermann segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef rútan hefði til dæmis oltið og að viðbragðsaðilar hefðu þurft að sinna mörgum slösuðum í veðurhamnum sem þarna geisaði.Vindurinn tók sjúkraflutningamennina þónokkra leið. Þeir lentu annars vegar á lögreglubíl og hins vegar á vegriði þannig að þeir slösuðust.Vísir/Jóhann K.Aðstæður gjörbreyttust eins og hendi væri veifað - Sjúkraflutningamennirnir verða frá vinnu Á myndbandi sem fréttastofan hefur undir höndum má sjá þegar sjúkraflutningamennirnir standa á veginum. Á þeim tímapunkti er engin hætta á ferðum. Svo, eins og hendi sé veifað, kemur öflug vindhviða og hrífur fólkið með sér. Það berst þónokkurn spöl og lendir á lögreglubíl og vegriði sem er við veginn. Hermann segir að báðir sjúkraflutningamennirnir muni verða frá vinnu vegna slyssins og ekki ljóst að svo stöddu hvenær þau geta snúið til baka. Hann segir að öryggisbúnaður og öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna hafi átt þátt í því að ekki fór verr. Hann segir alla viðbragðsaðila meðvitaða um að hugsa fyrst og fremst um eigið öryggi við vinnu sína. Sjúkraflutningamennirnir voru báðir með hjálma sem skemmdust við höggið þegar fólkið lenti í jörðinni. Hann segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geti skapast á vettvangi slysa.Frá vettvangi slyssins í morgun.LandsbjörgAðvörun um varhugaverðar aðstæður ekki fylgt Aðspurður segir Hermann flesta ferðaþjónustuaðila fara eftir því þegar Veðurstofan gefur út veðurviðvaranir. Þegar slysið varð var gul veðurviðvörun í gildi. Hermann segir veðrið hafa verið snarvitlaust og að vindur hafi farið upp í 40 m/s í verstu hviðum. Björgunarsveitir Lögreglumál Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í morgun. Hermann Marínó Maggýjarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að bæði hafi þurft aðhlynningu læknis eftir byltuna og í ljós hafi komið að annað þeirra hafði fengið vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökla. Hinn var allur lemstraður og með skurð á fæti.Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.Hefði verið erfitt að vinna á vettvangi ef rútan hefði oltið og farþegar hefðu slasast Viðbragðsaðilar fengu tilkynningu skömmu eftir klukkan átta í morgun um að stór rúta hefði farið út af Suðurlandsvegi, nærri Hafurshól, og endað úti í á. Fjölmennt björgunarlið var sent á vettvang, bæði lögregla og björgunarsveitir auk sjúkraflutningamanna. Hermann segir að fljótlega hafi komið í ljós að enginn væri slasaður og að til allrar lukku hafi rútan haldist á hjólunum þegar hún fór út af. Um borð hafi verið tuttugu og þrír. Hermann segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda ef rútan hefði til dæmis oltið og að viðbragðsaðilar hefðu þurft að sinna mörgum slösuðum í veðurhamnum sem þarna geisaði.Vindurinn tók sjúkraflutningamennina þónokkra leið. Þeir lentu annars vegar á lögreglubíl og hins vegar á vegriði þannig að þeir slösuðust.Vísir/Jóhann K.Aðstæður gjörbreyttust eins og hendi væri veifað - Sjúkraflutningamennirnir verða frá vinnu Á myndbandi sem fréttastofan hefur undir höndum má sjá þegar sjúkraflutningamennirnir standa á veginum. Á þeim tímapunkti er engin hætta á ferðum. Svo, eins og hendi sé veifað, kemur öflug vindhviða og hrífur fólkið með sér. Það berst þónokkurn spöl og lendir á lögreglubíl og vegriði sem er við veginn. Hermann segir að báðir sjúkraflutningamennirnir muni verða frá vinnu vegna slyssins og ekki ljóst að svo stöddu hvenær þau geta snúið til baka. Hann segir að öryggisbúnaður og öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna hafi átt þátt í því að ekki fór verr. Hann segir alla viðbragðsaðila meðvitaða um að hugsa fyrst og fremst um eigið öryggi við vinnu sína. Sjúkraflutningamennirnir voru báðir með hjálma sem skemmdust við höggið þegar fólkið lenti í jörðinni. Hann segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geti skapast á vettvangi slysa.Frá vettvangi slyssins í morgun.LandsbjörgAðvörun um varhugaverðar aðstæður ekki fylgt Aðspurður segir Hermann flesta ferðaþjónustuaðila fara eftir því þegar Veðurstofan gefur út veðurviðvaranir. Þegar slysið varð var gul veðurviðvörun í gildi. Hermann segir veðrið hafa verið snarvitlaust og að vindur hafi farið upp í 40 m/s í verstu hviðum.
Björgunarsveitir Lögreglumál Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Veður Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23
Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18
Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13