Eftir úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland mætir annað hvort Rúmeníu eða Ungverjalandi í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á mótinu næsta sumar.
Wales og Slóvakía tryggðu sér sæti á EM í kvöld og því fer Ungverjaland í umspilið. Ísland er því í riðli með þremur liðum úr C-deild Þjóðadeildarinnar í umspilinu.
Það er ekki klárt hvaða lið það verður sem Ísland mætir en það skýrist í drættinum á föstudaginn. Ljóst er þó að það verður annað hvort Ungverjaland eða Rúmenía.
Undanúrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020 og vinni strákarnir okkar þann leik leika þeir úrslitaleikinn þann 31. mars gegn sigurvegaranum í hinum undanúrslitaleiknum í umspili A.
Umspilsleikina fyrir EM 2020 má sjá hér að neðan en þetta skýrist enn betur á föstudaginn er dregið verður í umspil A og C.
Umspil A
Ísland - Ungverjaland/Rúmenía
Búlgaría/Ísrael - Ungverjaland/Rúmenía
Umspil B
Bosnía - Norður-Írland
Slóvakía - Írland
Umspil C
Skotland - Búlgaría/Ísrael/Ungverjaland/Rúmenía Noregur - Serbía
Umspil D
Georgía - Hvíta-Rússland
Norður-Makedónía - Kósóvó
Ljóst er hvaða tuttugu lið eru komin á EM en það skýrist svo í mars hvaða fjögur síðustu lið verða með á EM 2020 sem fer fram í tólf löndum.
Þessi 20 lið eru komin á EM:
Belgía
Ítalía
Rússland
Pólland
Úkraína
Spánn
Frakkland
Tyrkland
England
Tékkland
Finnland
Svíþjóð
Króatía
Austurríki
Holland
Þýskaland
Portúgal
Sviss
Danmörk
Wales
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn