Fæla nýnasista frá fæðingarstað Hitlers með því að breyta honum í lögreglustöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 23:30 Þessu húsi verður breytt í lögreglustöð. Vísir/Getty Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra. Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra.
Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52
Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40
Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00
Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15