His Dark Materials fer í loftið á þriðjudag Stöð 2 kynnir 1. nóvember 2019 10:22 Mögnuð þáttaröð sem beðið hefur verið eftir. BBC og HBO leiða saman hesta sína og glæða margrómaðan ævintýrasagnbálk lífi í þáttaröðinni His Dark Materials. James McAvoy fer hér á kostum ásamt öðrum frábærum leikurum og nýstirnum. Stórbrotin þáttaröð sem byggð er á margverðlaunuðum fantasíubókaþríleik eftir Philip Pullman. Þættirnir gerast í hliðstæðum, töfrum þrungnum heimi. Söguhetjan okkar, hin munaðarlausa Lyra, þráir ekkert heitar en að upplifa ævintýri og tilveru utan þess fræði- og menntaheims sem frændi hennar tryggði henni í barnæsku. Þegar besti vinur hennar hverfur sporlaust einsetur hún sér að hafa uppi á honum en kemst fljótt að því að örlög hans og annarra hvíla á herðum hennar. Með hugrekki og ævintýraþrá í farteskinu leggur hún upp í hættulegan björgunarleiðangur þar sem ógnir og lífshætta leynist við hvert fótmál. Framleiðendur þáttaraðarinnar hika ekki við að kasta áhorfendum í djúpu laugina og kynna flókinn sagnaheim án mikils formála þótt lesendur bókanna ættu að vera honum þaulkunnugir. Miðað við kynningarefnið sem komið er fyrir þáttaröðina stefnir HBO að álíka stórvirki og Game of Thrones þar sem goðsagnakenndur fantasíuheimur er glæddur lífi með kynjaverum sem ýmist ganga í lið með mannfólkinu eða snúast gegn því í eilífri baráttu milli góðs og ills. Líkindi þessara þáttaraða ná einnig til kvenkyns söguhetjanna þeirra Lyru Belacqua og Aryu Stark sem báðar ólust upp í velmegun og öryggi og áttu tiltölulega áhyggjulausa barnæsku þar til örlögin kölluðu þær til mikilvægra og lífshættulegra ævintýra. Jack Thorne skrifaði þáttaröðina en hann er sá sami og á heiðurinn af Harry Potter and the Cursed Child. Tom Hopper leikstýrir fyrstu þáttunum en hann leikstýrði m.a. Óskarsverðlaunamyndinni The King‘s Speech. Ljóst er að áhorfendur mega búast við miklu sjónarspili og gæðakvöldstund fyrir framan sjónvarpið. Þættirnir hefjast á Stöð 2 þriðjudaginn 5. nóvember en eru frumsýndir aðfaranótt þriðjudags klukkan 01:00. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira
BBC og HBO leiða saman hesta sína og glæða margrómaðan ævintýrasagnbálk lífi í þáttaröðinni His Dark Materials. James McAvoy fer hér á kostum ásamt öðrum frábærum leikurum og nýstirnum. Stórbrotin þáttaröð sem byggð er á margverðlaunuðum fantasíubókaþríleik eftir Philip Pullman. Þættirnir gerast í hliðstæðum, töfrum þrungnum heimi. Söguhetjan okkar, hin munaðarlausa Lyra, þráir ekkert heitar en að upplifa ævintýri og tilveru utan þess fræði- og menntaheims sem frændi hennar tryggði henni í barnæsku. Þegar besti vinur hennar hverfur sporlaust einsetur hún sér að hafa uppi á honum en kemst fljótt að því að örlög hans og annarra hvíla á herðum hennar. Með hugrekki og ævintýraþrá í farteskinu leggur hún upp í hættulegan björgunarleiðangur þar sem ógnir og lífshætta leynist við hvert fótmál. Framleiðendur þáttaraðarinnar hika ekki við að kasta áhorfendum í djúpu laugina og kynna flókinn sagnaheim án mikils formála þótt lesendur bókanna ættu að vera honum þaulkunnugir. Miðað við kynningarefnið sem komið er fyrir þáttaröðina stefnir HBO að álíka stórvirki og Game of Thrones þar sem goðsagnakenndur fantasíuheimur er glæddur lífi með kynjaverum sem ýmist ganga í lið með mannfólkinu eða snúast gegn því í eilífri baráttu milli góðs og ills. Líkindi þessara þáttaraða ná einnig til kvenkyns söguhetjanna þeirra Lyru Belacqua og Aryu Stark sem báðar ólust upp í velmegun og öryggi og áttu tiltölulega áhyggjulausa barnæsku þar til örlögin kölluðu þær til mikilvægra og lífshættulegra ævintýra. Jack Thorne skrifaði þáttaröðina en hann er sá sami og á heiðurinn af Harry Potter and the Cursed Child. Tom Hopper leikstýrir fyrstu þáttunum en hann leikstýrði m.a. Óskarsverðlaunamyndinni The King‘s Speech. Ljóst er að áhorfendur mega búast við miklu sjónarspili og gæðakvöldstund fyrir framan sjónvarpið. Þættirnir hefjast á Stöð 2 þriðjudaginn 5. nóvember en eru frumsýndir aðfaranótt þriðjudags klukkan 01:00.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Sjá meira