Birta samskipti Ingibjargar og starfsmanns RÚV í aðdraganda húsleitarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 18:24 Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlit Seðlabankans ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands birti í gær minnisblað, sem innri endurskoðandi bankans tók saman að beiðni seðlabankastjóra um samskipti starfsmanna bankans við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitar hjá Samherja í mars 2012. Þar eru m.a. birtir tölvupóstar á milli Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Í minnisblaðinu, sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fjallaði um í síðustu viku en hefur ekki áður verið birt opinberlega, er m.a. fjallað um yfirferð á pósthólfi tiltekins starfsmanns. Starfsmaðurinn er ekki nafngreindur en komið hefur fram að þar sé um að ræða Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits SÍ.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliÍ minnisblaðinu er staðfest að við yfirferð afrits af tölvupósthólfi Ingibjargar hafi sést samskipti hennar við starfsmann Ríkisútvarpsins á tímabilinu 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, þar á meðal tölvupóstur sem gefur til kynna að Ríkisútvarpið hafi verið upplýst um fyrirhugaða húsleit degi áður en hún hófst. Þann 20. febrúar 2012 hafi starfsmaður Ríkisútvarpsins óskað eftir fundi vegna skoðunar Kastljóss á viðskiptum „tengdra aðila“ með sjávarafurðir, í bréfinu. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Í tölvupóstinum er jafnframt greint frá því að Kastljós hafi í höndum gögn sem þau vilji sýna gjaldeyriseftirlitinu. „Sá fundur er haldinn þann 21.02.2012. Ekki er tilgreint í gögnum gjaldeyriseftirlitsins hverjir sátu fundinn auk [nafn umrædds starfsmanns] og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Fram kemur að farið er yfir upplýsingar starfsmanns Ríkisútvarpsins er varða og að hann afhendir gögn sem vistuð eru í sérstakri möppu á vinnusvæði gjaldeyriseftirlitsins,“ segir í minnisblaðinu.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, og Samherjastarfsmenn mæta á fund í Seðlabankanum í fyrra.Vísir/vilhelmÞann 26. mars kl. 11:00, að undangengnum tölvupóstssamskiptum frá því í febrúar, sendir starfsmaður Ríkisútvarpsins póst með efnisatriðinu Textinn til Ingibjargar. Þar segir:Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu [nafn útmáð] fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum [nafn útmáð] í Reykjavík og á Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara. Gera má ráð fyrir því að rannsóknin beinist nú að öllum útflutningi [nafn útmáð] síðustu misserin og einnig skilum fyrirtækisins á gjaldeyri til landsins. Rannsókn málsins er sú umfangsmesta í sögu gjaldeyriseftirlitsins.Klukkan 11:33 sama dag sendi Ingibjörg póst á starfsmann Ríkisútvarpsins með textanum Ertu við? Sem hann svaraði játandi klukkan 11:37. Pósturinn með efnisatriðinu Textinn var í kjölfarið framsendur til starfsmanns Ríkisútvarpsins klukkan 12:09. Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglu, þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Málið er nú á borði lögreglustjórans á Vestfjörðum. Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti í gær minnisblað, sem innri endurskoðandi bankans tók saman að beiðni seðlabankastjóra um samskipti starfsmanna bankans við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitar hjá Samherja í mars 2012. Þar eru m.a. birtir tölvupóstar á milli Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Í minnisblaðinu, sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fjallaði um í síðustu viku en hefur ekki áður verið birt opinberlega, er m.a. fjallað um yfirferð á pósthólfi tiltekins starfsmanns. Starfsmaðurinn er ekki nafngreindur en komið hefur fram að þar sé um að ræða Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits SÍ.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliÍ minnisblaðinu er staðfest að við yfirferð afrits af tölvupósthólfi Ingibjargar hafi sést samskipti hennar við starfsmann Ríkisútvarpsins á tímabilinu 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, þar á meðal tölvupóstur sem gefur til kynna að Ríkisútvarpið hafi verið upplýst um fyrirhugaða húsleit degi áður en hún hófst. Þann 20. febrúar 2012 hafi starfsmaður Ríkisútvarpsins óskað eftir fundi vegna skoðunar Kastljóss á viðskiptum „tengdra aðila“ með sjávarafurðir, í bréfinu. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Í tölvupóstinum er jafnframt greint frá því að Kastljós hafi í höndum gögn sem þau vilji sýna gjaldeyriseftirlitinu. „Sá fundur er haldinn þann 21.02.2012. Ekki er tilgreint í gögnum gjaldeyriseftirlitsins hverjir sátu fundinn auk [nafn umrædds starfsmanns] og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Fram kemur að farið er yfir upplýsingar starfsmanns Ríkisútvarpsins er varða og að hann afhendir gögn sem vistuð eru í sérstakri möppu á vinnusvæði gjaldeyriseftirlitsins,“ segir í minnisblaðinu.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, og Samherjastarfsmenn mæta á fund í Seðlabankanum í fyrra.Vísir/vilhelmÞann 26. mars kl. 11:00, að undangengnum tölvupóstssamskiptum frá því í febrúar, sendir starfsmaður Ríkisútvarpsins póst með efnisatriðinu Textinn til Ingibjargar. Þar segir:Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu [nafn útmáð] fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum [nafn útmáð] í Reykjavík og á Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara. Gera má ráð fyrir því að rannsóknin beinist nú að öllum útflutningi [nafn útmáð] síðustu misserin og einnig skilum fyrirtækisins á gjaldeyri til landsins. Rannsókn málsins er sú umfangsmesta í sögu gjaldeyriseftirlitsins.Klukkan 11:33 sama dag sendi Ingibjörg póst á starfsmann Ríkisútvarpsins með textanum Ertu við? Sem hann svaraði játandi klukkan 11:37. Pósturinn með efnisatriðinu Textinn var í kjölfarið framsendur til starfsmanns Ríkisútvarpsins klukkan 12:09. Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglu, þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Málið er nú á borði lögreglustjórans á Vestfjörðum.
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02
Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04
Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02