„Það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 21:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir ásamt 19 öðrum konum stofnaði hreyfinguna Líf án ofbeldis. 2000 manns hafa skrifað undir áskorun hópsins. Vísir/Baldur Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni. Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira
Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni.
Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Sjá meira