Réðst á stjórnmálamann og beit af honum eyrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 18:58 Skjáskot úr myndbandi af árásinni. Hér sést árásarmaðurinn slíta sig lausan úr taki öryggisvarða, rétt áður en hann ræðst á Chiu. Skjáskot/twitter Talið er að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður í Hong Kong hafi misst eyra, eða hluta þess, í árás í mótmælum á sjálfsstjórnarsvæðinu í dag. Myndbönd og myndir af árásinni hafa farið í töluverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Varað er við einu slíku myndbandi sem finna má í fréttinni. Maðurinn heitir doktor Andrew Chiu og situr í héraðsstjórn í Hong Kong, samkvæmt fréttum erlendra miðla af málinu. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sést hann blóðugur eftir að hafa orðið fyrir árás. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að maður, vopnaður hnífi, hafi ráðist að Chiu eftir að til slagsmála kom á milli árásarmannsins og fjölskyldu, sem hafði nýlokið við kvöldverð í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Hong Kong. Átökin brutust út vegna „pólitísks ágreiningsmáls“, að því er segir í frétt Sky. Ekki er ljóst hvernig Chiu blandaðist í átökin en vitni á vettvangi hafa lýst því hvernig árásarmaðurinn, sem talaði kínverska mállýsku sem ekki er töluð í Hong Kong, reifst hatrammlega við fólk áður en hann beitti hnífnum á a.m.k. tvo menn. Þá sýnir myndband af vettvangi hvernig öryggisverðir reyna að halda aftur af manninum, sem slítur sig lausan, ræðst að Chiu og bítur hann í eyrað. Árásarmaðurinn var síðar handtekinn. Myndband af árásinni má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins en í því sést hluti úr eyra Chiu liggja á jörðinni.WARNING NSFW (Violence, Ear on ground)Latest new footage from Taikoo - Here is the ear biting attack. He escapes from the security guard, runs in a circle, and bites his victim's ear off#StandWithHongKong #HongKongProtests pic.twitter.com/4XpMuu9iyJ— woppa (@Woppa1Woppa) November 3, 2019 Chiu hefur verið fulltrúi Taikoo Shing-svæðisins í héraðsstjórn Hong Kong síðan árið 2007 og er í framboði í kosningunum sem fara fram í sjálfsstjórnarhéraðinu í lok nóvember. Þá er hann stuðningsmaður aukins lýðræðis í Hong Kong. Á myndböndum á samfélagsmiðlum sést hvernig gert er að sárum Chiu og þá virðist sem hluta eyra hans hafi verið komið fyrir í plastpoka, sem honum er réttur. Joshua Wong, einn aðalforsprakki mótmælendanna í Hong Kong, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Vinstra eyra hans var bitið í tvennt á hrottalegan hátt. Ég fordæmi þessar ofbeldisfullu árásir, sem beinast sérstaklega að frambjóðendum.“ Mótmælaalda hefur riðið yfir þetta kínverska sjálfsstjórnarsvæði undanfarna mánuði og hafa mótmælendur meðal annars gagnrýnt meint vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á svæðinu og krafist aukins lýðræði. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum en kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda. Hong Kong Tengdar fréttir Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33 Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00 Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Talið er að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður í Hong Kong hafi misst eyra, eða hluta þess, í árás í mótmælum á sjálfsstjórnarsvæðinu í dag. Myndbönd og myndir af árásinni hafa farið í töluverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Varað er við einu slíku myndbandi sem finna má í fréttinni. Maðurinn heitir doktor Andrew Chiu og situr í héraðsstjórn í Hong Kong, samkvæmt fréttum erlendra miðla af málinu. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sést hann blóðugur eftir að hafa orðið fyrir árás. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að maður, vopnaður hnífi, hafi ráðist að Chiu eftir að til slagsmála kom á milli árásarmannsins og fjölskyldu, sem hafði nýlokið við kvöldverð í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Hong Kong. Átökin brutust út vegna „pólitísks ágreiningsmáls“, að því er segir í frétt Sky. Ekki er ljóst hvernig Chiu blandaðist í átökin en vitni á vettvangi hafa lýst því hvernig árásarmaðurinn, sem talaði kínverska mállýsku sem ekki er töluð í Hong Kong, reifst hatrammlega við fólk áður en hann beitti hnífnum á a.m.k. tvo menn. Þá sýnir myndband af vettvangi hvernig öryggisverðir reyna að halda aftur af manninum, sem slítur sig lausan, ræðst að Chiu og bítur hann í eyrað. Árásarmaðurinn var síðar handtekinn. Myndband af árásinni má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins en í því sést hluti úr eyra Chiu liggja á jörðinni.WARNING NSFW (Violence, Ear on ground)Latest new footage from Taikoo - Here is the ear biting attack. He escapes from the security guard, runs in a circle, and bites his victim's ear off#StandWithHongKong #HongKongProtests pic.twitter.com/4XpMuu9iyJ— woppa (@Woppa1Woppa) November 3, 2019 Chiu hefur verið fulltrúi Taikoo Shing-svæðisins í héraðsstjórn Hong Kong síðan árið 2007 og er í framboði í kosningunum sem fara fram í sjálfsstjórnarhéraðinu í lok nóvember. Þá er hann stuðningsmaður aukins lýðræðis í Hong Kong. Á myndböndum á samfélagsmiðlum sést hvernig gert er að sárum Chiu og þá virðist sem hluta eyra hans hafi verið komið fyrir í plastpoka, sem honum er réttur. Joshua Wong, einn aðalforsprakki mótmælendanna í Hong Kong, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Vinstra eyra hans var bitið í tvennt á hrottalegan hátt. Ég fordæmi þessar ofbeldisfullu árásir, sem beinast sérstaklega að frambjóðendum.“ Mótmælaalda hefur riðið yfir þetta kínverska sjálfsstjórnarsvæði undanfarna mánuði og hafa mótmælendur meðal annars gagnrýnt meint vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á svæðinu og krafist aukins lýðræði. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum en kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda.
Hong Kong Tengdar fréttir Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33 Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00 Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33
Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00
Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent