Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15