Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Karl Lúðvíksson skrifar 4. nóvember 2019 12:20 Þessi mynd náðist af meintum brotum þegar skotið var af farartækjum og ekið utanvegar að Fjallabak. Mynd/Einar Aðalsteinsson Í dag hefur Veiðivísir fengið nokkrar ábendingar um að brotið sé á lögum nr. 64 frá 19. maí 1994 um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þau brot sem um ræðir snúa öll að notkun farartækja á veiðislóð og þar að auki í utanvegaakstri. Um nokkur atvik er að ræða en eitt atvik er tilkynnt tvisvar og er það af þeirri mynd sem fylgir fréttinni þar sem veiðimenn voru utanvegar að elta rjúpur og skjóta af og við farartækin sem er ólöglegt. Okkur hefur einnig verið sagt frá ólöglegri notkun fjórhjóla og "buggy bíla" utanvegar við Kerlingafjöll, Melrakkasléttu og við Arnarvatnsheiði. Það er því greinilegt að ekki er alveg farið að lögum og þess vegna er ágætt að rifja aðeins upp hvað lögin segja um notkun farartækja við veiðar. 9 gr. 17 mlgr. laga um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum segir: „Vélknúin farartæki, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Vélknúin farartæki á landi má nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m.“Lögin eru ansi skýr um þetta en það er til lítils að hafa lögin ef þeim er ekki fylgt, ef viðurlög við brot á þeim eru óviss og eins ef eftirlit með lögunum á veiðislóð eru lítil eða engin. Borgarbyggð Hrunamannahreppur Norðurþing Skotveiði Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði
Í dag hefur Veiðivísir fengið nokkrar ábendingar um að brotið sé á lögum nr. 64 frá 19. maí 1994 um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þau brot sem um ræðir snúa öll að notkun farartækja á veiðislóð og þar að auki í utanvegaakstri. Um nokkur atvik er að ræða en eitt atvik er tilkynnt tvisvar og er það af þeirri mynd sem fylgir fréttinni þar sem veiðimenn voru utanvegar að elta rjúpur og skjóta af og við farartækin sem er ólöglegt. Okkur hefur einnig verið sagt frá ólöglegri notkun fjórhjóla og "buggy bíla" utanvegar við Kerlingafjöll, Melrakkasléttu og við Arnarvatnsheiði. Það er því greinilegt að ekki er alveg farið að lögum og þess vegna er ágætt að rifja aðeins upp hvað lögin segja um notkun farartækja við veiðar. 9 gr. 17 mlgr. laga um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum segir: „Vélknúin farartæki, nema báta á sjó til fuglaveiða enda gangi þeir ekki hraðar en níu sjómílur meðan á veiði stendur. Vélknúin farartæki á landi má nota til að flytja veiðimenn til og frá veiðilendum og þá eingöngu á vegum eða merktum vegaslóðum. Skotvopn skulu vera óhlaðin meðan á akstri stendur. Þau skulu einnig vera óhlaðin nær vélknúnu farartæki á landi en 250 m.“Lögin eru ansi skýr um þetta en það er til lítils að hafa lögin ef þeim er ekki fylgt, ef viðurlög við brot á þeim eru óviss og eins ef eftirlit með lögunum á veiðislóð eru lítil eða engin.
Borgarbyggð Hrunamannahreppur Norðurþing Skotveiði Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði