Formúla 1

Sport­pakkinn: Rúnar spáir því að Hamilton taki fram úr Schumacher

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Jónsson formúluspekingur.
Rúnar Jónsson formúluspekingur. vísir/skjáskot
Lewis Hamilton varð í gær heimsmeistari í sjötta sinn eftir að hann varð annar í Texas-kappakstrinum.

Hamilton dugði annað sætið í gær til þess að tryggja sér enn einn heimsmeistaratitilinn en Valtteri Bottas, félagi Hamilton, kom fyrstur í mark í gær.

„Hann er með sex titla og þarf bara einn í viðbót til að jafna met Schumacher. Það stefnir allt í að hann bæti það met. Hann er bara 34 ára,“ sagði Rúnar Jónsson, formúluspekingur.

„Hann á nóg eftir og eins og hann segir sjálfur er hann í toppstandi. Bíllinn er geggjaður og hann verður áfram á þessum bíl. Ég spái því að hann eigi fjögur til fimm mjög góð ár eftir.“

Rúnar segir að þrátt fyrir að Hamilton hafi tekið mörg met af Schumacher segir Rúnar að hann muni væntanlega ekki slá met Schumacher hvað varðar hraðasta hringinn.

Sjáðu innslagið frá Ríkharði Guðnasyni úr Sportpakka kvöldsins hér að neðan.



Klippa: Sportpakkinn: Formúlufrétt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×