Britta Nielsen mun ekki bera vitni Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2019 12:22 Öll börn Brittu Nielsen eru flækt í svik móður sinnar. AP/Themba Hadebe Danski fjársvikarinn Britta Nielsen mun að óbreyttu ekki bera vitni á meðan á réttarhöldum stendur. Frá þessu greindi verjandi hennar í dómsal í dag, en Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. Nima Nabipour, verjandi Nielsen, sagði skjólstæðing sinn hafa verið reiðubúin að skila skýrslu, en þar sem hann hafi ekki öll gögn í málinu geti hann ekki ráðlagt Nielsen að bera vitni. Réttarhöldin í máli hinnar 65 ára Nielsen hefur vakið mikla athygli í Danmörku sem og víðar. Hlé var gert í morgun eftir að Nabipour krafðist þess að réttarhöldum yrði frestað. Þeirri beiðni var þó hafnað. Nabipour segist ekki geta ráðlagt Nielsen að bera vitni þar sem hann telur saksóknara ekki hafa skýrt almennilega hvað hafi komið fram í framsalssamningi danskra yfirvalda við yfirvöld í Suður-Afríku, en Nielsen var handtekin í Jóhannesarborg á síðasta ári. Plaggið sem hún hafi undirritað þá kunni að hafa þýðingu við ákvörðun refsingar. Játaði sekt Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Hún neiti þó að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðgerðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum fasteignum, hrossum, bílum og skartgripum. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen mun að óbreyttu ekki bera vitni á meðan á réttarhöldum stendur. Frá þessu greindi verjandi hennar í dómsal í dag, en Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. Nima Nabipour, verjandi Nielsen, sagði skjólstæðing sinn hafa verið reiðubúin að skila skýrslu, en þar sem hann hafi ekki öll gögn í málinu geti hann ekki ráðlagt Nielsen að bera vitni. Réttarhöldin í máli hinnar 65 ára Nielsen hefur vakið mikla athygli í Danmörku sem og víðar. Hlé var gert í morgun eftir að Nabipour krafðist þess að réttarhöldum yrði frestað. Þeirri beiðni var þó hafnað. Nabipour segist ekki geta ráðlagt Nielsen að bera vitni þar sem hann telur saksóknara ekki hafa skýrt almennilega hvað hafi komið fram í framsalssamningi danskra yfirvalda við yfirvöld í Suður-Afríku, en Nielsen var handtekin í Jóhannesarborg á síðasta ári. Plaggið sem hún hafi undirritað þá kunni að hafa þýðingu við ákvörðun refsingar. Játaði sekt Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Hún neiti þó að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðgerðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum fasteignum, hrossum, bílum og skartgripum.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50 Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13
Danski fjársvikarinn Britta Nielsen handtekin Dönsk kona sem grunuð er um að hafa svikið um 111 milljónum danskra króna, rúma tvo milljarða íslenskra króna, úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda, var handtekin í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. 5. nóvember 2018 09:50
Heil fjölskylda grunuð í einu umfangsmesta fjársvikamáli Danmerkur Hin 64 ára Britta er grunuð um að hafa svikið minnst 111 milljónir danskra króna, eða um tvo milljarða íslenskra króna úr sjóðum danskra félagsmálayfirvalda sem hún starfaði fyrir. 16. nóvember 2018 13:45