Borgin gerir ráð fyrir 20 milljörðum í fjárfestingar á næsta ári Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar sem hófst klukkan tólf fer fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og umræða um fimm ára áætlun borgarinnar fyrir árin 2020-2024. Samkvæmt tilkynningu frá borginni er gert ráð fyrir að borgarsjóður skili 2,5 milljarða króna afgangi á næsta ári og að jákvæð niðurstaða samstæðunnar sé áætluð um 13 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Þá er gert ráð fyrir tæpum 20 milljörðum í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020. Í máli Dags B. Eggertssonar á fundi borgarstjórnar kom fram að áætlunin taki mið af því að hægst hafi á í hagkerfinu og að enn eigi eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. „Að undanförnu hefur verið samdráttur í efnahagslífinu. Það krefst þess að við séum enn betur á varðbergi gagnvart efnahagsumhverfinu. Við mætum samdrætti með traustri fjármálastjórn, hóflegri hagræðingarkröfu og metnaðarfullri fjárfestingaráætlun borgarsjóðs og borgarfyrirtækja“ er haft eftir Degi í tilkynningu. Þá sagði Dagur í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar að „gjaldskrár verði áfram lágar og útsvar óbreytt.“ Að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar gerir áætlunin ráð fyrir góðri afkomu af samstæðu borgarinnar á næstu árum. Henni tilheyra B-hluta fyrirtæki borgarinnar á borð við Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaði og malbikunarstöðin Höfði. Framlegð samstæðunnar er áætluð hátt í 22% á næsta ári en í fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að framlegð hækki í ríflega 24%. Í fyrra var skuldaviðmið samstæðunnar 73% en reglur gera ráð fyrir að skuldaviðmið samstæðu sveitarfélaga séu innan við 150%. Meðal þeirra fjárfestinga sem gert er ráð fyrir í áætlun næsta árs eru sundlaug og íþrótta- og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal, íþróttahöll og frjálsíþróttasvæði í suður-Mjódd og endurgerð á Hlemmtorgi. „Reykjavík er í örum vexti og eru ný íbúðahverfi að rísa í Vogabyggð, Hlíðarenda og við Leirtjörn í Úlfarsárdal. Þá verður stórauknu fjármagni veitt til skólaþróunar á grundvelli nýrrar menntastefnu auk þess sem aukin verkefni á sviði velferðar koma til framkvæmda, svo sem ný búsetuúrræði, innleiðing NPA og nýtt stuðningsnet í þjónustu við börn og fjölskyldur. Auknu fé verður veitt til viðhalds gatna og hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Grænar áherslur eru ríkjandi í fjárfestingaráformum borgarinnar og loftslagsmál í forgrunni í áætlunum hennar um Borgarlínu og uppbyggingu í nágrenni við legustæði hennar,“ segir enn fremur í tilkynningu borgarinnar.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira