Sonurinn yfirgefur líka Gróttu: Orri samdi við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 13:30 Orri Steinn Óskarsson handsalar samninginn. Mynd/Twitter/@FCKobenhavn Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira
Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica Sjá meira