Gervigreind gæti leitað upp ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks innan tveggja ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 10:30 Gervigreindin gæti hjálpað til í rannsóknum á ólöglegri lyfjanotkun. Getty/Frederic T Stevens Alþjóðalyfjaeftirlitið eltir uppi nýjustu tækniframfarir í baráttu sinni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. Nú hefur stefnan verið sett á að nýta sér gervigreind í allra næstu framtíð. Telegraph segir frá metnaðarfullu markmiði Wada að innan tveggja ára verði Alþjóðalyfjaeftirlitið farið að nota gervigreind við að leita upp íþróttamenn sem nota ólögleg efni.Exclusive: World Anti-Doping Agency hoping to use AI to target drugs cheats within two years @timwighttps://t.co/eJbneb1ZvB — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 5, 2019Alls eru yfir þrjú hundruð þúsund lyfjapróf framkvæmd á íþróttafólki á hverju ári út um allan heim en margir hafa áhyggjur af virkni prófanna og getunni að gera nákvæmar og allar nauðsynlegar rannsóknir á þeim. Svindlararnir eru oft nokkrum skrefum á undan eins og sést vel á því að Ólympíuverðlaunahafar eru að falla á lyfjaprófum mörgum árum seinna þegar tækni lyfjaeftirlitsins hefur loksins náð í skottið á þeiom. Hér gæti gervigreindin komið mjög sterk inn og aukið árangurinn í baráttunni. Með henni væri meiri líkur á því að uppgötva ólögleg efni í sýnum íþróttafólksins. „Gervigreindin býður upp á einn augljósan gróða sem er að taka saman mikið magn af upplýsingum og lesa úr þeim sem er eitthvað sem mannsheilinn ræður ekki við,“ sagði Olivier Rabin, yfirmaður á vísindasviði Wada. „Við viljum nota gervigreindina til að auka getu okkar að ná yfir fleiri próf. Með henni gætum við vaktað grunsamlega fylgni sem gæti verið vísbending um ólöglega lyfjanotkun hjá íþróttafólki,“ sagði Olivier Rabin. „Þetta boðar mjög gott og við erum hér með eitthvað sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á það hvernig við skipuleggjum og framkvæmum lyfjapróf í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum,“ sagði Rabin. Íþróttir Lyf Tækni Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Alþjóðalyfjaeftirlitið eltir uppi nýjustu tækniframfarir í baráttu sinni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. Nú hefur stefnan verið sett á að nýta sér gervigreind í allra næstu framtíð. Telegraph segir frá metnaðarfullu markmiði Wada að innan tveggja ára verði Alþjóðalyfjaeftirlitið farið að nota gervigreind við að leita upp íþróttamenn sem nota ólögleg efni.Exclusive: World Anti-Doping Agency hoping to use AI to target drugs cheats within two years @timwighttps://t.co/eJbneb1ZvB — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 5, 2019Alls eru yfir þrjú hundruð þúsund lyfjapróf framkvæmd á íþróttafólki á hverju ári út um allan heim en margir hafa áhyggjur af virkni prófanna og getunni að gera nákvæmar og allar nauðsynlegar rannsóknir á þeim. Svindlararnir eru oft nokkrum skrefum á undan eins og sést vel á því að Ólympíuverðlaunahafar eru að falla á lyfjaprófum mörgum árum seinna þegar tækni lyfjaeftirlitsins hefur loksins náð í skottið á þeiom. Hér gæti gervigreindin komið mjög sterk inn og aukið árangurinn í baráttunni. Með henni væri meiri líkur á því að uppgötva ólögleg efni í sýnum íþróttafólksins. „Gervigreindin býður upp á einn augljósan gróða sem er að taka saman mikið magn af upplýsingum og lesa úr þeim sem er eitthvað sem mannsheilinn ræður ekki við,“ sagði Olivier Rabin, yfirmaður á vísindasviði Wada. „Við viljum nota gervigreindina til að auka getu okkar að ná yfir fleiri próf. Með henni gætum við vaktað grunsamlega fylgni sem gæti verið vísbending um ólöglega lyfjanotkun hjá íþróttafólki,“ sagði Olivier Rabin. „Þetta boðar mjög gott og við erum hér með eitthvað sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á það hvernig við skipuleggjum og framkvæmum lyfjapróf í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum,“ sagði Rabin.
Íþróttir Lyf Tækni Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira