Sú argentínska þurfti heimsmet til að vinna Söru í fjórða hluta CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 12:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Mynd/Instagram/sarasigmunds Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að vinna einn af fjórum fyrstu hlutunum á CrossFit Open en engin hefur aftur á móti gert betur en íslenska CrossFit drottningin samanlagt. Fjórði hluti CrossFit Open er nú að baki og tvær af okkar konum voru nálægt því að vinna hann og tryggja sér 2020 Bandaríkjadali, 250 þúsund íslenskar krónur, í verðlaunafé. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með annan besta árangurinn í fjórða hlutanum og Anníe Mist Þórisdóttir var með þriðja besta árangurinn. Hin argentínska Sasha Nieves vann fjórða hlutann og setti heimsmet með því að klára æfingarnar á 11 mínútum og átta sekúndum. Sara varð aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Sara kláraði á 11 mínútum og 11 sekúndum en tími Anníe Mistar var 12 mínútur og 24 sekúndur. Sasha Nieves var líka fljótari en allir karlarnir í fjórða hlutanum.Watch Sasha Nieves’ Record-Breaking 20.4 Video [11:08] VIDEO: https://t.co/fDltpItCTh#intheopen#crossfit#crossfitopen#crossfitgames#20point4#argentinapic.twitter.com/1DqUEVhVTe — The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) November 5, 2019Í þessum fjórða hluta voru sex umferðir þar sem keppendur lyftu þyngri og þyngri slá í jafnhöttun í bland við það að hoppa upp á kassa eða gera æfingar á einum fæti. Það má æfingarnar útskýrðar hér. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa báðar sýnt mikinn stöðugleika í fyrstu fjórum hlutum CrossFit Open og eru í efstu tveimur sætunum samanlagt. Sara er í fyrsta sæti með tólf stiga forskot á löndu sína en Anníe Mist er síðan níu stigum á undan þriðja sætinu þar sem situr Írinn Emma McQuaid. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtanda sætinu Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti hjá körlunum en náði „bara“ 64. sæti í fjórða hlutanum eftir að hafa verið inn á topp tuttugu í hinum þremur. CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira
Íslensku CrossFit stelpurnar enduðu í öðru og þriðja sæti í fjórða hlutanum en eru númer eitt og tvö samanlagt. Íslenska CrossFit konan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hefur ekki náð að vinna einn af fjórum fyrstu hlutunum á CrossFit Open en engin hefur aftur á móti gert betur en íslenska CrossFit drottningin samanlagt. Fjórði hluti CrossFit Open er nú að baki og tvær af okkar konum voru nálægt því að vinna hann og tryggja sér 2020 Bandaríkjadali, 250 þúsund íslenskar krónur, í verðlaunafé. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var með annan besta árangurinn í fjórða hlutanum og Anníe Mist Þórisdóttir var með þriðja besta árangurinn. Hin argentínska Sasha Nieves vann fjórða hlutann og setti heimsmet með því að klára æfingarnar á 11 mínútum og átta sekúndum. Sara varð aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Sara kláraði á 11 mínútum og 11 sekúndum en tími Anníe Mistar var 12 mínútur og 24 sekúndur. Sasha Nieves var líka fljótari en allir karlarnir í fjórða hlutanum.Watch Sasha Nieves’ Record-Breaking 20.4 Video [11:08] VIDEO: https://t.co/fDltpItCTh#intheopen#crossfit#crossfitopen#crossfitgames#20point4#argentinapic.twitter.com/1DqUEVhVTe — The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) November 5, 2019Í þessum fjórða hluta voru sex umferðir þar sem keppendur lyftu þyngri og þyngri slá í jafnhöttun í bland við það að hoppa upp á kassa eða gera æfingar á einum fæti. Það má æfingarnar útskýrðar hér. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir hafa báðar sýnt mikinn stöðugleika í fyrstu fjórum hlutum CrossFit Open og eru í efstu tveimur sætunum samanlagt. Sara er í fyrsta sæti með tólf stiga forskot á löndu sína en Anníe Mist er síðan níu stigum á undan þriðja sætinu þar sem situr Írinn Emma McQuaid. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er fjórða. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtanda sætinu Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti hjá körlunum en náði „bara“ 64. sæti í fjórða hlutanum eftir að hafa verið inn á topp tuttugu í hinum þremur.
CrossFit Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Sjá meira