Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 09:02 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31