„Fer bara að gráta og skil ekki neitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2019 11:30 Björgvin Páll fer um víðan völl í nýrri bók Án Filters. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Í Íslandi í dag í gærkvöldi fékk Kjartan Atli Kjartansson að slást í för með Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta, en hann stendur fyrir einskonar vitundarvakningu undir titlinum #ÁnFilters. Hann hvetur fólk til að vera óhrætt við að „taka niður grímuna“, koma til dyranna eins og það er klætt. Vitundarvakningin er samhliða útgáfu bókarinnar Án filters sem Björgvin skrifaði að miklu leyti í miðju kvíðakasti eftir að hann brotnaði niður í keppnisferð með landsliðinu. Kjartan Atli hitti þau Katrínu Jakobsdóttur, Ólaf Stefánsson, Söru Sigmunds og fleiri þekkta Íslendinga sem Björgvin lítur upp til í þættinum í gær. „Þetta er í raun og veru frekar dramatískt og stóra vandamálið var að ég sit einn uppi í herbergi út af því að herbergisfélagi minn Guðjón Valur meiðist rétt fyrir mót. Ég tek það á mig sem elsti leikmaður liðsins að vera einn í herbergi. Það er aldrei hollt fyrir mig með mínar hugsanir og ofhugsanir að vera einn í herbergi. Svo líður á mótið og ég er mjög mikið einn að tala við sjálfan mig,“ segir Björgvin Páll þegar hann talar um það kvíðakast sem hann fékk á stórmóti í handbolta. „Það gengur ekkert æðislega vel á mótinu, svo kemur pressan og svo allt í einu kemur þetta aftan að mér. Ég vissi í rauninni aldrei hver triggerinn var. Ég fer bara að svitna og líður illa inni á herbergi klukkan tvö um nóttina og get ekki sofið. Ég veit bara að ég þarf að fara út. Ég tek bara rölt inn á lestarstöðina í Köln og þá spotta ég vandamálið, því ég hef oft komið inn á þessa lestarstöð. Þá fæ ég allt í einu kvíðakast og mér líður eins og það sé að koma hryðjuverk og byrja nánast að hlaupa út úr lestarstöðinni. Síðan sest ég niður á kirkjutröppurnar í Köln og brotna gjörsamlega niður. Ég fer bara að gráta og skil ekki neitt,“ segir Björgvin sem fór þá að kafa dýpra og þá kom í ljós að vandamálið mátti rekja alveg til baka þegar hann var barn.Björgvin dreifði bókinni til þekktra Íslendinga og þar á meðal til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.„Ég ákvað að klippa á mér hárið sem er ákveðin yfirlýsing fyrir mig til að drepa egóið í mér sem tengist handboltamanninum.“ Í kvíðakastinu sem varð kveikjan að bókinni, byrjaði Björgvin Páll að skrifa. Hann skrifaði og skrifaði og uppgötvaði svo að hann væri mögulega kominn með bók sem hægt væri að gefa út, til þess að hjálpa öðrum í svipuðum aðstæðum. Hann hafði samband við Sölva Tryggvason og bað hann um að hjálpa sér að setja saman bókina. „Fyrstu viðbrögðin hjá mér voru að þetta væri frábær saga. Ég bæði þekki Björgvin og sé hvað hann er að tala um. Ég var smá efins fyrst þar sem þetta var knappur tími og það var mikið að gera hjá mér. Þar til að ég las þessar síður sem hann var búinn að skrifa og voru þær miklu betri en ég hafði gert ráð fyrir,“ segir Sölvi Tryggvason. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Heitasta handatískan í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira