Hulkenberg enn án sætis árið 2020 Bragi Þórðarson skrifar 7. nóvember 2019 07:00 Hulkenberg keppir ekki með Renault á næsta ári. Getty Það stefnir allt í að Nico Hulkenberg keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári. Aðeins örfá sæti hafa enn ekki verið staðfest og lítur út fyrir að 2019 verði það síðasta tímabilið hjá Þjóðverjanum. Hinn 32 ára gamli Hulkenberg mun missa sæti sitt hjá Renault til Esteban Occon á næsta ári. Var þá talið að Nico fengi sæti hjá Haas en Gunther Steiner, stjóri ameríska liðsins, staðfesti í sumar að liðið ætlar að halda sínum ökumönnum á næsta ári. Í vikunni staðfesti Alfa Romeo að liðið ætlar einnig að halda báðum ökuþórum sínum árið 2020. Því fer valkostum Hulkenberg fækkandi. Aðeins Red Bull, Toro Rosso og Williams hafa ekki gefið upp hverjir munu aka fyrir liðin á næsta ári. Afar ólíklegt er að Þjóðverjin fái sæti hjá Red Bull eða dótturliði þess, Toro Rosso. Red Bull hefur sína eigin akademíu fulla af ungum og efnilegum ökumönnum. Einnig er ólíklegt að Þjóðverjinn fari til Williams þar sem breska liðið er að leita af ökumönnum sem geta komið með peninga inn í liðið á næsta ári, eitthvað sem Nico getur ekki gert. Hulkenberg keppti sína fyrstu keppni í Formúlu 1 árið 2010 og á metið fyrir að byrja flesta kappakstra án þess að ná verðlaunapalli. Í 177 skipti hefur Nico farið af stað í keppni en aldrei hefur hann fengið að bragða á kampavíninu. Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Það stefnir allt í að Nico Hulkenberg keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári. Aðeins örfá sæti hafa enn ekki verið staðfest og lítur út fyrir að 2019 verði það síðasta tímabilið hjá Þjóðverjanum. Hinn 32 ára gamli Hulkenberg mun missa sæti sitt hjá Renault til Esteban Occon á næsta ári. Var þá talið að Nico fengi sæti hjá Haas en Gunther Steiner, stjóri ameríska liðsins, staðfesti í sumar að liðið ætlar að halda sínum ökumönnum á næsta ári. Í vikunni staðfesti Alfa Romeo að liðið ætlar einnig að halda báðum ökuþórum sínum árið 2020. Því fer valkostum Hulkenberg fækkandi. Aðeins Red Bull, Toro Rosso og Williams hafa ekki gefið upp hverjir munu aka fyrir liðin á næsta ári. Afar ólíklegt er að Þjóðverjin fái sæti hjá Red Bull eða dótturliði þess, Toro Rosso. Red Bull hefur sína eigin akademíu fulla af ungum og efnilegum ökumönnum. Einnig er ólíklegt að Þjóðverjinn fari til Williams þar sem breska liðið er að leita af ökumönnum sem geta komið með peninga inn í liðið á næsta ári, eitthvað sem Nico getur ekki gert. Hulkenberg keppti sína fyrstu keppni í Formúlu 1 árið 2010 og á metið fyrir að byrja flesta kappakstra án þess að ná verðlaunapalli. Í 177 skipti hefur Nico farið af stað í keppni en aldrei hefur hann fengið að bragða á kampavíninu.
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti