Skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni í gær en baðst afsökunar bæði í leiknum og eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 08:00 Son Heung-min þakkar fyrir allan stuðninginn með því að senda hjarta til stuðningsmanna Tottenham. Getty/Justin Setterfield Son Heung-min skoraði tvívegis í sigri Tottenham á Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í gær en Suður-Kóreumaðurinn var enn að hugsa um Portúgalann Andre Gomes eftir leikinn í gær. Son Heung-min bað Andre Gomes afsökunar í viðtölum við blaðamenn í Belgrad í gær. Það hefur ekkert farið milli mála að Son hefur liðið skelfilega eftir atvikið en bæði stjóri og liðsfélagar hans hafa sagt frá þjáningum Suður-Kóreumannsins. Son Heung-min fékk samt ekki síður samúð en Andre Gomes eftir ökklabrotið hryllilega í leiknum á Goodison Park.Spurs comfortably beat Red Star Belgrade and picked up their first away win in nine games. Read all about it: https://t.co/0zCLzydlLmpic.twitter.com/TNrjdP2fhO — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Brot Son hafði þær afleiðingar að Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi. Son brotnaði algjörlega niður eftir atvikið en hann fékk að líta rautt spjald og spilaði ekki meira í leiknum ekki frekar en Andre Gomes. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hversu heppinn ég er að fá allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum og liðsfélögunum,“ sagði Son Heung-min eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær. Þetta var algjört slys enda var Son Heung-min bara að fara í tæklingu og ætlaði aldrei að meiða Portúgalann. Rauða spjaldið hans var seinna dregið til baka eftir áfrýjun frá Tottenham.Son scores a super goal and goes to the camera and says sorry down the lens, presumably aimed at Andre Gomes. Nice touch. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 6, 2019 „Ég verð að segja að mér þykir þetta virkilega leitt en ég varð samt sem áður að ná upp einbeitingu fyrir mitt lið. Ég varð að halda áfram því það voru réttu viðbrögðin eftir að hafa fengið allan þennan góða stuðning,“ sagði Son Heung-min. Bæði mörk Son Heung-min komu á fjögurra mínútna kafla en Tottenham vann leikinn 4-0. Athygli vakti líka að Son Heung-min fagnaði ekki fyrra markinu heldur horfði í myndavélina og virtist biðja Andre Gomes afsökunar í gegnum sjónvarpið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Son baðst afsökunar eftir markið sitt Andre Gomes sjálfur er kominn heim eftir aðgerðina og það lítur allt vel út upp á endurkomu að gera. Andre Gomes þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Son Heung-min skoraði tvívegis í sigri Tottenham á Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í gær en Suður-Kóreumaðurinn var enn að hugsa um Portúgalann Andre Gomes eftir leikinn í gær. Son Heung-min bað Andre Gomes afsökunar í viðtölum við blaðamenn í Belgrad í gær. Það hefur ekkert farið milli mála að Son hefur liðið skelfilega eftir atvikið en bæði stjóri og liðsfélagar hans hafa sagt frá þjáningum Suður-Kóreumannsins. Son Heung-min fékk samt ekki síður samúð en Andre Gomes eftir ökklabrotið hryllilega í leiknum á Goodison Park.Spurs comfortably beat Red Star Belgrade and picked up their first away win in nine games. Read all about it: https://t.co/0zCLzydlLmpic.twitter.com/TNrjdP2fhO — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Brot Son hafði þær afleiðingar að Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi. Son brotnaði algjörlega niður eftir atvikið en hann fékk að líta rautt spjald og spilaði ekki meira í leiknum ekki frekar en Andre Gomes. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hversu heppinn ég er að fá allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum og liðsfélögunum,“ sagði Son Heung-min eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær. Þetta var algjört slys enda var Son Heung-min bara að fara í tæklingu og ætlaði aldrei að meiða Portúgalann. Rauða spjaldið hans var seinna dregið til baka eftir áfrýjun frá Tottenham.Son scores a super goal and goes to the camera and says sorry down the lens, presumably aimed at Andre Gomes. Nice touch. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 6, 2019 „Ég verð að segja að mér þykir þetta virkilega leitt en ég varð samt sem áður að ná upp einbeitingu fyrir mitt lið. Ég varð að halda áfram því það voru réttu viðbrögðin eftir að hafa fengið allan þennan góða stuðning,“ sagði Son Heung-min. Bæði mörk Son Heung-min komu á fjögurra mínútna kafla en Tottenham vann leikinn 4-0. Athygli vakti líka að Son Heung-min fagnaði ekki fyrra markinu heldur horfði í myndavélina og virtist biðja Andre Gomes afsökunar í gegnum sjónvarpið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Son baðst afsökunar eftir markið sitt Andre Gomes sjálfur er kominn heim eftir aðgerðina og það lítur allt vel út upp á endurkomu að gera. Andre Gomes þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti