Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 11:00 Skjáskot úr myndbandi sem sýnt var í dómsal í gær. Hér má sjá hinn grunaða og Millane í lyftu á leiðinni upp í íbúð þess fyrrnefnda. Skjáskot/Twitter Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. Myndböndin varpa ljósi á samskipti hennar og mannsins, sem grunaður er um að hafa myrt hana, og þannig aðdraganda morðsins í byrjun desember í fyrra.Sjá einnig: Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist þann 1. desember síðastliðinn. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem Millane kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, er ákærður fyrir morðið á henni. Hann neitar sök.Kossaflens og lyftuferð Myndefnið var sýnt í réttarsal í nýsjálensku borginni Auckland í gær, þar sem aðalmeðferð í málinu gegn manninum fer fram. Upptökurnar eru frá börum sem Millane og hinn ákærði fóru á kvöldið sem hún var myrt, svo og úr öryggismyndavélum íbúðahótels þar sem maðurinn bjó. Upptökurnar spanna þannig síðustu klukkutímana fyrir morðið. Í þeim sjást Millane og maðurinn hittast á stefnumóti eftir að hafa spjallað saman á Tinder. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga og andlit hans er afmáð á upptökunum.Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt.Myndböndin fylgja Millane og hinum ákærða þar sem þau flakka á milli bara og virðast skemmta sér vel. Á einum tímapunkti má sjá manninn kyssa Millane í tvígang. Þau sjást svo ganga hönd í hönd út af staðnum og heim til mannsins, sem bjó skammt frá. Að endingu má sjá þau fara inn í lyftu í anddyri hússins og stíga út úr henni á þriðju hæð, þar sem íbúð mannsins var. Simon Atkinson, fréttaritari BBC í Ástralíu, birti hluta úr myndbandsupptökunum á Twitter í gærmorgun. Myndbandið má sjá hér að neðan.WATCH: CCTV footage of the last moments Grace Millane was seen alive has been played to the jury. It shows her and the accused entering his apartment building, getting in a lift then leaving on the third floor. Suspect's face blurred for legal reasons. #gracemillane pic.twitter.com/U2TviGEl6C— Simon Atkinson (@atko1978) November 6, 2019 Þá voru skilaboð sem Millane sendi vinkonu sinni á meðan á stefnumótinu stóð einnig birt í dómsal. Hún sagði stefnumótið ganga vel og að hún og ákærði næðu vel saman. Þá sagðist hún á góðri leið með að verða mjög drukkin. Saksóknari heldur því fram að maðurinn hafi kyrkt Millane í íbúðinni eftir stefnumótið. Maðurinn segir þó að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“, með fyrrgreindum afleiðingum. Komið hefur fram að maðurinn hafi m.a. leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“, eftir að hann á að hafa myrt Millane. Daginn eftir fór maðurinn svo á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann er sakaður um að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland. Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. Myndböndin varpa ljósi á samskipti hennar og mannsins, sem grunaður er um að hafa myrt hana, og þannig aðdraganda morðsins í byrjun desember í fyrra.Sjá einnig: Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist þann 1. desember síðastliðinn. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem Millane kynntist á stefnumótaforritinu Tinder, er ákærður fyrir morðið á henni. Hann neitar sök.Kossaflens og lyftuferð Myndefnið var sýnt í réttarsal í nýsjálensku borginni Auckland í gær, þar sem aðalmeðferð í málinu gegn manninum fer fram. Upptökurnar eru frá börum sem Millane og hinn ákærði fóru á kvöldið sem hún var myrt, svo og úr öryggismyndavélum íbúðahótels þar sem maðurinn bjó. Upptökurnar spanna þannig síðustu klukkutímana fyrir morðið. Í þeim sjást Millane og maðurinn hittast á stefnumóti eftir að hafa spjallað saman á Tinder. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga og andlit hans er afmáð á upptökunum.Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt.Myndböndin fylgja Millane og hinum ákærða þar sem þau flakka á milli bara og virðast skemmta sér vel. Á einum tímapunkti má sjá manninn kyssa Millane í tvígang. Þau sjást svo ganga hönd í hönd út af staðnum og heim til mannsins, sem bjó skammt frá. Að endingu má sjá þau fara inn í lyftu í anddyri hússins og stíga út úr henni á þriðju hæð, þar sem íbúð mannsins var. Simon Atkinson, fréttaritari BBC í Ástralíu, birti hluta úr myndbandsupptökunum á Twitter í gærmorgun. Myndbandið má sjá hér að neðan.WATCH: CCTV footage of the last moments Grace Millane was seen alive has been played to the jury. It shows her and the accused entering his apartment building, getting in a lift then leaving on the third floor. Suspect's face blurred for legal reasons. #gracemillane pic.twitter.com/U2TviGEl6C— Simon Atkinson (@atko1978) November 6, 2019 Þá voru skilaboð sem Millane sendi vinkonu sinni á meðan á stefnumótinu stóð einnig birt í dómsal. Hún sagði stefnumótið ganga vel og að hún og ákærði næðu vel saman. Þá sagðist hún á góðri leið með að verða mjög drukkin. Saksóknari heldur því fram að maðurinn hafi kyrkt Millane í íbúðinni eftir stefnumótið. Maðurinn segir þó að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“, með fyrrgreindum afleiðingum. Komið hefur fram að maðurinn hafi m.a. leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“, eftir að hann á að hafa myrt Millane. Daginn eftir fór maðurinn svo á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann er sakaður um að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.
Bretland Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent