Fótbolti

„Mikael er framtíðarmaður“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael í leik með U-21 árs landsliðinu.
Mikael í leik með U-21 árs landsliðinu. vísir/bára
Unglingalandsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson var valinn í íslenska A-landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni EM 2020.

Mikael, sem er 21 árs, hefur leikið einn vináttulandsleik fyrir Íslands hönd, gegn Indónesíu í janúar 2018.

Hann lék tvo leiki með yngri landsliðum Danmerkur en hann er með danskan ríkisborgararétt.

„Hann er mjög góður leikmaður, hæfileikaríkur og við þörfnust hans,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundinum þegar landsliðshópurinn var tilkynntur.

Mikael leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og hefur gert það gott þar.

„Hann hefur leikið mjög vel með Midtjylland,“ sagði Hamrén.

„Hann er framtíðarmaður og ég er spenntur að vinna með honum. Allir í hópnum eiga möguleika á að spila. Allir verða að vera tilbúnir. Hann völdum hann því við teljum að hann geti spilað með landsliðinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×