Grínaðist með að Skúli hefði getað frestað hruninu til 2010 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2019 15:32 Ásgeir Jónsson er að stimpla sig inn sem seðlabankastjóri. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“ Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fékk gesti á Peningamálafundi Viðskiptaráðs til að skella upp úr á Hilton Nordica í morgun. Fundurinn bar yfirskriftina Ótroðnar lágvaxtaslóðir en hefð er fyrir því að seðlabankastjóri heiðri samkomuna og fari yfir stöðu mála í efnahags- og peningamálum. Ásta Sigríður Fjeldsted, formaður Viðskiptaráðs, vísaði til orða Ásgeirs á Twitter í morgun. Þar hafði hún eftir seðlabankastjóra: „Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008.“,,Ef Skúli Mogensen hefði verið Seðlabankastjóri þá hefði hrunið orðið 2010 - en ekki 2008” https://t.co/lx2eIYSAGX— Asta Fjeldsted (@astafjeldsted) November 7, 2019 Samkvæmt heimildum Vísis var töluvert hlegið þegar Ásgeir hafði uppi þessi orðin. Ásgeir hafði meðal annars verið að ræða áhrifin af breyttri stöðu hagkerfisins og ferðamannasveiflunnar. Öllum hafi verið augljóst að um brandara væri að ræða en Ásgeir er greinilega að vísa til þess að Skúla, stofnanda og fyrrverandi forstjóra flugfélagsins WOW air, hafi tekist að fresta gjaldþroti WOW air þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu í lengri tíma. Þá höfðu gestir á orði muninn á stíl Ásgeirs, hins nýja seðlabankastjóra, og forvera hans Más Guðmundssonar. Már hefði alltaf lesið fyrirfram skrifaðar ræður á fundinum. Ásgeir hefði hins vegar rölt um sviðið og talað út frá glærum sem hann birti. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, segir á Facebook að stemmningin á fundinum hafi verið notaleg. „Kynningarefnið var fræðandi og skemmtilegt, aukin sátt ríkir um peningastefnuna og svo var hlegið talsvert meira en áður. Hagfræðin þarf því ekki alltaf að vera hin „döpru vísindi“.“
Hrunið Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira