Erlent

Mót­mælandi lést í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Chow Tsz-lok féll ofan af þriðju hæð á bílastæðahúsi í borginni.
Chow Tsz-lok féll ofan af þriðju hæð á bílastæðahúsi í borginni. AP
Námsmaður frá Hong Kong, sem tekið hefur þátt í mótmælum í borginni undanfarnar vikur og slasaðist alvarlega um helgina þegar hann féll ofan af bílastæðahúsi, lést í morgun.

Óttast er að dauði hans muni blása í glæður ófriðarbálsins sem logað hefur í borginni en á sama tíma hóta kínversk yfirvöld að taka harðar á mótmælendum en þeir hafa hingað til gert.

Óljóst er hvað gerðist þegar hinn 22 ára gamli Chow Tsz-lok féll ofan af þriðju hæð á bílastæðahúsi í borginni en lögregla var að tvístra mannfjöldanum sem var samankominn í hverfinu þegar það gerðist.

Mótmælendur hafa alla vikuna verið afar fjölmennir umhverfis spítalann þar sem námsmaðurinn lá og beðið fyrir honum.

Stúdentar hafa verið í fylkingarbrjósti mótmælenda í Hong Kong síðustu mánuði en Chow er sá fyrsti sem lætur lífið í aðgerðunum.


Tengdar fréttir

Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong

Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×