Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 53-77 | Loksins unnu þeir grænu Ísak Hallmundarson skrifar 8. nóvember 2019 20:00 Njarðvíkingar hafa tapað fjórum leikjum í röð. Vísir/Bára Valur tók á móti Njarðvík í Dominos-deild karla í Origo-höllinni í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsarar í 5.sæti með þrjá sigra en gestirnir af Suðurnesjunum aðeins með einn sigur og höfðu tapað síðustu fjórum deildarleikjum. Njarðvík náði að binda enda á 4 leikja taphrinu sína í deildinni og unnu sannfærandi sigur 77-53 gegn Völsurum, eftir mikla yfirburði í seinni hálfleik. Leikurinn fór hægt af stað og fóru bæði lið illa að ráði sínu sóknarlega. Njarðvíkingar komust mest fimm stigum yfir í fyrsta leikhluta en heimamenn náðu að minnka það niður í eitt stig í 15-16 og var staðan þannig að fyrsta leikhluta loknum. Heimamenn áttu svo góðan sprett í byrjun annars leikhluta og komust yfir í 30-27. Frank Booker þar fremstur í flokki en hann kom inn af bekknum og setti niður 15 stig í fyrri hálfleik. Njarðvík náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik og munaði þá einu stigi á liðunum, 36-35, Val í vil. Þriðji leikhluti var líklega sá sem réði úrslitum í þessum leik. Valsmenn náðu engum takti í sóknarleik sinn og gáfu frá sér alltof mörg fráköst og töpuðu mikið af boltum. Þetta nýttu gestirnir sér og náðu að byggja upp gott forskot hægt og rólega, komust í 43-62 áður en Booker setti niður flautuþrist og staðan 46-62 fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkingar unnu 3. leikhluta 27-10. Leikurinn náði sér aldrei á strik í fjórða leikhluta og áfram héldu vandræði heimamanna. Þeir settu aðeins niður sjö stig í þessum lokaleikhluta á móti 15 stigum Njarðvíkur og lokatölur 53-77 fyrir gestunum. Njarðvíkingar aftur komnir á sigurbraut.Af hverju vann Njarðvík leikinn? Í fyrsta lagi er erfitt að vinna ekki leik þegar þú færð bara á þig 17 stig í seinni hálfleik. Vörn Njarðvíkinga og barátta var frábær í leiknum og það hjálpar til sóknarlega þegar hitt liðið nær ekki að stilla almennilega upp í vörn. Njarðvík unnu frákastaeinvígið 52-38 og voru þar af með 23 sóknarfráköst, auk þess sem þeir stálu 15 boltum á móti 6 stolnum boltum Vals. Þá virkuðu Njarðvíkingar ferskari undir lok leiksins, þeir eru einfaldlega með meiri breidd heldur en Valsarar.Hverjir stóðu upp úr í leiknum? Það er erfitt að gefa einhverjum tilteknum leikmanni þau verðlaun fyrir þennan leik. Njarðvíkurliðið spilaði góðan liðskörfubolta og vann sannfærandi sigur og því verð ég eiginlega að gefa öllu Njarðvíkurliðinu þetta. Mario Matasovic var stigahæstur í liðinu með 16 stig en menn eins og Maciek Baginski, Wayne Martin og fyrirliðinn Logi Gunnars áttu allir góðan leik. Frank Booker átti besta leikinn í liði Vals en hann kom inn af bekknum og setti niður 21 stig, þar af fimm þriggja stiga skot. Pavel Ermolinskij sem er talinn lykilleikmaður Vals náði sér ekki á strik í þessum leik og var einungis með sex stig, þó hann hafi að vísu tekið 13 fráköst og gefið 5 stoðsendingar.Hvað gerist næst? Staða liðanna eftir leikinn helst óbreytt. Valur er í 5. sætinu en Njarðvíkingar áfram í því tíunda. Njarðvík hefur þó jafnað granna sína í Grindavík að stigum og er einungis einum sigri frá liðunum í 5.-8. sæti. Valur sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn í næstu umferð og þá tekur Njarðvík á móti botnliði Þórs Akureyri. Erfiður leikur fyrir Valsara en skyldusigur fyrir Njarðvíkinga.Einar Árni: Erum í þessu til þess að vinna Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur gat andað léttar eftir langþráðan deildarsigur sinna manna: „Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn sem var fyrir öllu. Varnarleikurinn heilt yfir var virkilega góður og sérstaklega í seinni hálfleik, við höldum þeim í 17 stigum sem er hrikalega ánægjulegt.“ Njarðvíkurliðið tók 23 sóknarfráköst og var með 15 stolna bolta. „Það eru tölfræðipunktar sem er vert að nefna, þetta er það sem er kannski búið að vera í hina áttina undanfarið, andstæðingar okkar verið að taka sóknarfráköstin og við verið að tapa mörgum boltum en í dag vorum við bara mjög aggresívir og unnum vel saman. Mér fannst það skína í gegn að við vorum með ferska fætur í restina meðan þeir voru orðnir ansi þreyttir, þetta er það sem við þurfum að nýta okkur og við erum með breidd, það var virkilega góð orka í liðinu í kvöld,“ sagði Einar. Hann segist geta andað léttar eftir 4 tapleiki í röð: „Það er bara tvennt ólíkt í þessu – að vinna og tapa. Við erum í þessu til þess að vinna og okkur hefur ekki liðið neitt sérstaklega vel en ég er ánægður með hvernig strákarnir unnu hlutina í dag og sýndu það að þeim langaði virkilega. Við þurfum að byggja á þessu og það er bara áfram gakk.“Logi: Sýnir að við getum þetta Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, var sáttur með liðsframmistöðu sinna manna: „Við vorum að leita að þessum sigri. Ég hef nú sagt það í viðtölum að ég er ekkert alveg að deyja úr stressi þó við séum ekki að spila rosalega vel núna því ég veit hvað við getum sem lið. Við vorum allir saman í liði í fyrra og spiluðum mjög vel sem lið þá. Mér fannst við rosalega flottir varnarlega í dag og það sýnir bara að við getum þetta. Við þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur og sumir hafa.“ Hann segir heildarframmistöðu liðsins hafa verið mjög jákvæða. „Sérstaklega að koma hingað og halda þeim í 52 stigum og 17 í seinni. Þetta er lið sem vann Tindastól og þeir voru mjög flottir þá þannig ég vissi að þetta væri hörkulið, þess vegna gefur þetta manni svona jákvæða hugsun með framtíðina að spila svona. Halda þeim í 17 stigum í seinni hálfleik er auðvitað frábært.“ Logi segir það ekki vera til í sinni orðabók að Njarðvík verði í fallbaráttu í vetur: „Það er ekkert inn í minni orðabók eitthvað svoleiðis og við höldum bara áfram. Við ætlum ekkert að gleyma okkur samt, við þurfum að vinna í fullt af hlutum og erum enn þá að koma nýjum mönnum inn í þetta. Við erum rosalega djúpir og það er styrkurinn okkar, enginn spilar meira en 22-23 mínútur og það er alvöru breidd sem við ætlum að nýta í vetur,“ segir Logi að lokum.Ágúst: Afhroð í seinni hálfleik Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var ekki ánægður eftir tap sinna manna í kvöld: „Það er fátt um svör núna. Við vorum að spila ágætlega í fyrri hálfleik og varnarlega spiluðum við fínt. Seinni hálfleikurinn var bara afhroð.“ „Fyrri hálfleikurinn einkennist af því að hvorugt liðið var að ná tökum á leiknum og Njarðvík náði fyrsta áhlaupinu, það gaf þeim svaka orku og við vorum ekki með orku eða kraft til að svara því áhlaupi. Þeir tvíefldust við það og það voru þeir sem voru fyrr til og við bara hreinlega koðnum niður við það.“ Valsarar gáfu mikið af sóknarfráköstum frá sér og töpuðu mikið af boltum. Um það sagði Ágúst: „Við vorum að frákasta mjög illa og það er eitthvað sem við ættum ekki að gera, það ættu allavega að vera jafn fráköst þannig það var svona eins og þeir hefðu haft aðeins meiri vilja og baráttu. Síðan voru töpuðu boltarnir, hingað til höfum við verið að halda boltanum vel innan liðsins en við náðum því ekki í dag og töpuðum alltof mikið af boltum.“Pavel: Vorum eins og börn að spila á móti mönnum Pavel Ermolinskij leikmaður Vals segir andstæðingana í kvöld einfaldlega vera sterkara lið: „Þetta var alls ekki gott. Fyrst og fremst hræðilegt að tapa tveimur stigum. Mér líður ekki eins og við höfum kastað einhverju frá okkur eða tapað einhverju sem við áttum að vinna eða neitt slíkt. Eins og staðan er í dag er Njarðvík með sterkara lið en við, við hefðum að sjálfsögðu átt að gera töluvert betur en þetta var erfitt.“ „Það vantar fleiri menn sem geta höndlað boltann í þessu liði, það sjá það allir. Tilfinningin sem maður fær er að maður er alltaf að reyna að leysa einhver vandamál hvort sem það er í vörn eða sókn, maður fer í vörn og þá eru hlutir sem þeir geta sótt á. Við förum út úr stöðum og þá fá þeir þessi sóknarfráköst, svo förum við í sókn og þá vitum við ekki hvernig við eigum að sækja, á hvað við erum að fara að sækja, hvar eru vopnin okkar. Þá er erfitt að spila einhverjar skilvirkar sóknir.‘‘ Hann segist ekki geta kennt baráttuleysi um tapið: „Ég fann ekki fyrir því að menn hafi ekki verið að reyna, maður finnur alveg fyrir því þegar liðið manns er ekki að reyna eða heldur ekki haus. Þetta var bara einhverskonar getuleysi. Á einhverjum tímapunkti, í seinni hálfleik sérstaklega held ég að okkur hafi liðið mjög illa inn á vellinum, bæði í vörn og sókn. Við vorum svona einhvernveginn eins og börn að spila á móti mönnum og þá verður eðlilega dálítið lítill í þér,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla
Valur tók á móti Njarðvík í Dominos-deild karla í Origo-höllinni í kvöld. Fyrir leikinn voru Valsarar í 5.sæti með þrjá sigra en gestirnir af Suðurnesjunum aðeins með einn sigur og höfðu tapað síðustu fjórum deildarleikjum. Njarðvík náði að binda enda á 4 leikja taphrinu sína í deildinni og unnu sannfærandi sigur 77-53 gegn Völsurum, eftir mikla yfirburði í seinni hálfleik. Leikurinn fór hægt af stað og fóru bæði lið illa að ráði sínu sóknarlega. Njarðvíkingar komust mest fimm stigum yfir í fyrsta leikhluta en heimamenn náðu að minnka það niður í eitt stig í 15-16 og var staðan þannig að fyrsta leikhluta loknum. Heimamenn áttu svo góðan sprett í byrjun annars leikhluta og komust yfir í 30-27. Frank Booker þar fremstur í flokki en hann kom inn af bekknum og setti niður 15 stig í fyrri hálfleik. Njarðvík náðu að laga stöðuna fyrir hálfleik og munaði þá einu stigi á liðunum, 36-35, Val í vil. Þriðji leikhluti var líklega sá sem réði úrslitum í þessum leik. Valsmenn náðu engum takti í sóknarleik sinn og gáfu frá sér alltof mörg fráköst og töpuðu mikið af boltum. Þetta nýttu gestirnir sér og náðu að byggja upp gott forskot hægt og rólega, komust í 43-62 áður en Booker setti niður flautuþrist og staðan 46-62 fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkingar unnu 3. leikhluta 27-10. Leikurinn náði sér aldrei á strik í fjórða leikhluta og áfram héldu vandræði heimamanna. Þeir settu aðeins niður sjö stig í þessum lokaleikhluta á móti 15 stigum Njarðvíkur og lokatölur 53-77 fyrir gestunum. Njarðvíkingar aftur komnir á sigurbraut.Af hverju vann Njarðvík leikinn? Í fyrsta lagi er erfitt að vinna ekki leik þegar þú færð bara á þig 17 stig í seinni hálfleik. Vörn Njarðvíkinga og barátta var frábær í leiknum og það hjálpar til sóknarlega þegar hitt liðið nær ekki að stilla almennilega upp í vörn. Njarðvík unnu frákastaeinvígið 52-38 og voru þar af með 23 sóknarfráköst, auk þess sem þeir stálu 15 boltum á móti 6 stolnum boltum Vals. Þá virkuðu Njarðvíkingar ferskari undir lok leiksins, þeir eru einfaldlega með meiri breidd heldur en Valsarar.Hverjir stóðu upp úr í leiknum? Það er erfitt að gefa einhverjum tilteknum leikmanni þau verðlaun fyrir þennan leik. Njarðvíkurliðið spilaði góðan liðskörfubolta og vann sannfærandi sigur og því verð ég eiginlega að gefa öllu Njarðvíkurliðinu þetta. Mario Matasovic var stigahæstur í liðinu með 16 stig en menn eins og Maciek Baginski, Wayne Martin og fyrirliðinn Logi Gunnars áttu allir góðan leik. Frank Booker átti besta leikinn í liði Vals en hann kom inn af bekknum og setti niður 21 stig, þar af fimm þriggja stiga skot. Pavel Ermolinskij sem er talinn lykilleikmaður Vals náði sér ekki á strik í þessum leik og var einungis með sex stig, þó hann hafi að vísu tekið 13 fráköst og gefið 5 stoðsendingar.Hvað gerist næst? Staða liðanna eftir leikinn helst óbreytt. Valur er í 5. sætinu en Njarðvíkingar áfram í því tíunda. Njarðvík hefur þó jafnað granna sína í Grindavík að stigum og er einungis einum sigri frá liðunum í 5.-8. sæti. Valur sækir Stjörnuna heim í Garðabæinn í næstu umferð og þá tekur Njarðvík á móti botnliði Þórs Akureyri. Erfiður leikur fyrir Valsara en skyldusigur fyrir Njarðvíkinga.Einar Árni: Erum í þessu til þess að vinna Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur gat andað léttar eftir langþráðan deildarsigur sinna manna: „Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn sem var fyrir öllu. Varnarleikurinn heilt yfir var virkilega góður og sérstaklega í seinni hálfleik, við höldum þeim í 17 stigum sem er hrikalega ánægjulegt.“ Njarðvíkurliðið tók 23 sóknarfráköst og var með 15 stolna bolta. „Það eru tölfræðipunktar sem er vert að nefna, þetta er það sem er kannski búið að vera í hina áttina undanfarið, andstæðingar okkar verið að taka sóknarfráköstin og við verið að tapa mörgum boltum en í dag vorum við bara mjög aggresívir og unnum vel saman. Mér fannst það skína í gegn að við vorum með ferska fætur í restina meðan þeir voru orðnir ansi þreyttir, þetta er það sem við þurfum að nýta okkur og við erum með breidd, það var virkilega góð orka í liðinu í kvöld,“ sagði Einar. Hann segist geta andað léttar eftir 4 tapleiki í röð: „Það er bara tvennt ólíkt í þessu – að vinna og tapa. Við erum í þessu til þess að vinna og okkur hefur ekki liðið neitt sérstaklega vel en ég er ánægður með hvernig strákarnir unnu hlutina í dag og sýndu það að þeim langaði virkilega. Við þurfum að byggja á þessu og það er bara áfram gakk.“Logi: Sýnir að við getum þetta Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, var sáttur með liðsframmistöðu sinna manna: „Við vorum að leita að þessum sigri. Ég hef nú sagt það í viðtölum að ég er ekkert alveg að deyja úr stressi þó við séum ekki að spila rosalega vel núna því ég veit hvað við getum sem lið. Við vorum allir saman í liði í fyrra og spiluðum mjög vel sem lið þá. Mér fannst við rosalega flottir varnarlega í dag og það sýnir bara að við getum þetta. Við þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur og sumir hafa.“ Hann segir heildarframmistöðu liðsins hafa verið mjög jákvæða. „Sérstaklega að koma hingað og halda þeim í 52 stigum og 17 í seinni. Þetta er lið sem vann Tindastól og þeir voru mjög flottir þá þannig ég vissi að þetta væri hörkulið, þess vegna gefur þetta manni svona jákvæða hugsun með framtíðina að spila svona. Halda þeim í 17 stigum í seinni hálfleik er auðvitað frábært.“ Logi segir það ekki vera til í sinni orðabók að Njarðvík verði í fallbaráttu í vetur: „Það er ekkert inn í minni orðabók eitthvað svoleiðis og við höldum bara áfram. Við ætlum ekkert að gleyma okkur samt, við þurfum að vinna í fullt af hlutum og erum enn þá að koma nýjum mönnum inn í þetta. Við erum rosalega djúpir og það er styrkurinn okkar, enginn spilar meira en 22-23 mínútur og það er alvöru breidd sem við ætlum að nýta í vetur,“ segir Logi að lokum.Ágúst: Afhroð í seinni hálfleik Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var ekki ánægður eftir tap sinna manna í kvöld: „Það er fátt um svör núna. Við vorum að spila ágætlega í fyrri hálfleik og varnarlega spiluðum við fínt. Seinni hálfleikurinn var bara afhroð.“ „Fyrri hálfleikurinn einkennist af því að hvorugt liðið var að ná tökum á leiknum og Njarðvík náði fyrsta áhlaupinu, það gaf þeim svaka orku og við vorum ekki með orku eða kraft til að svara því áhlaupi. Þeir tvíefldust við það og það voru þeir sem voru fyrr til og við bara hreinlega koðnum niður við það.“ Valsarar gáfu mikið af sóknarfráköstum frá sér og töpuðu mikið af boltum. Um það sagði Ágúst: „Við vorum að frákasta mjög illa og það er eitthvað sem við ættum ekki að gera, það ættu allavega að vera jafn fráköst þannig það var svona eins og þeir hefðu haft aðeins meiri vilja og baráttu. Síðan voru töpuðu boltarnir, hingað til höfum við verið að halda boltanum vel innan liðsins en við náðum því ekki í dag og töpuðum alltof mikið af boltum.“Pavel: Vorum eins og börn að spila á móti mönnum Pavel Ermolinskij leikmaður Vals segir andstæðingana í kvöld einfaldlega vera sterkara lið: „Þetta var alls ekki gott. Fyrst og fremst hræðilegt að tapa tveimur stigum. Mér líður ekki eins og við höfum kastað einhverju frá okkur eða tapað einhverju sem við áttum að vinna eða neitt slíkt. Eins og staðan er í dag er Njarðvík með sterkara lið en við, við hefðum að sjálfsögðu átt að gera töluvert betur en þetta var erfitt.“ „Það vantar fleiri menn sem geta höndlað boltann í þessu liði, það sjá það allir. Tilfinningin sem maður fær er að maður er alltaf að reyna að leysa einhver vandamál hvort sem það er í vörn eða sókn, maður fer í vörn og þá eru hlutir sem þeir geta sótt á. Við förum út úr stöðum og þá fá þeir þessi sóknarfráköst, svo förum við í sókn og þá vitum við ekki hvernig við eigum að sækja, á hvað við erum að fara að sækja, hvar eru vopnin okkar. Þá er erfitt að spila einhverjar skilvirkar sóknir.‘‘ Hann segist ekki geta kennt baráttuleysi um tapið: „Ég fann ekki fyrir því að menn hafi ekki verið að reyna, maður finnur alveg fyrir því þegar liðið manns er ekki að reyna eða heldur ekki haus. Þetta var bara einhverskonar getuleysi. Á einhverjum tímapunkti, í seinni hálfleik sérstaklega held ég að okkur hafi liðið mjög illa inn á vellinum, bæði í vörn og sókn. Við vorum svona einhvernveginn eins og börn að spila á móti mönnum og þá verður eðlilega dálítið lítill í þér,“ sagði Pavel að lokum.