Kókaín og stinningarlyf var að finna í veski sem fannst utandyra í Keflavík fyrr í vikunni.
Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þar segir að poki með meintu kókaíni og pakkning af kamagrageli, stinningarlyfi, hafi fundist í veskinu.
„Skilríki voru í veskinu en þegar lögregla ræddi við eiganda þess þvertók hann fyrir að hafa haft vitneskju um fíkniefnin eða að neyta fíkniefna yfir höfuð. Hann samþykkti að undurgangast sýnatökur á lögreglustöð og var niðurstaða þeirra jákvæð á neyslu kókaíns, “ segir í tilkynningunni.
Þá segir að lögregla hafi fundið 20 grömm af kannabisefnum hjá húsráðanda einum við hefðbundið eftirlit með fíkniefnum í umdæminu.
Enn fremur framvísaði farþegi í bifreið, sem stöðvuð var við eftirlit, kannabisefni sem viðkomandi var með á sér.
Kókaín og stinningarlyf fannst í veski utandyra í Keflavík
Atli Ísleifsson skrifar
