Innlent

Flugvél í vandræðum milli Íslands og Grænlands

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vélin missti mótór á milli Íslands og Grænlands en lenti heilu og höldnu í Narsarsuaq, sem merkt er með rauðu á korti.
Vélin missti mótór á milli Íslands og Grænlands en lenti heilu og höldnu í Narsarsuaq, sem merkt er með rauðu á korti. Skjáskot/google maps
Tveggja hreyfla flugvél missti mótor á hafsvæðinu á milli Íslands og Grænlands. Landhelgisgæslunni var gert viðvart og var einn um borð í vélinni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði flugstjóri vélarinnar lýst yfir neyðarástandi. Vélin flaug meðfram strönd Grænlands í átt að Narsarsuaq, á suðurhluta Grænlands, þar sem hún lenti heil og höldnu nú á öðrum tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×