Liverpool getur aftur stungið af Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2019 12:30 Klopp og Guardiola. vísir/getty Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Manchester City og Liverpool voru í algjörum sérflokki á síðasta keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Baráttu liðanna um enska meistaratitilinn lauk í síðustu umferð deildarinnar síðasta vor þar sem Manchester City stóð uppi sem meistari. Liverpool var með forystu framan af tímabili í fyrra en sigur Manchester City í toppslag liðanna í janúarbyrjun reyndist vendipunktur á tímabilinu. Svipuð sviðsmynd er uppi núna þar sem Liverpool hefur sex stiga forskot á Manchester City fyrir leik liðanna í 12. umferð deildarinnar sem fram fer á Anfield á morgun. Liverpool hafði hins vegar sjö stiga forystu þegar leikurinn á Etihad-leikvanginum hófst á síðasta keppnistímabili. Leicester City og Chelsea eru svo í seilingarfjarlægð frá toppbaráttunni eins og sakir standa en ekki var búist við slíkum stórræðum af þeim liðum þegar yfirstandandi leiktíð hófst. Skotin hafa gengið á milli knattspyrnustjóra Manchester City og Liverpool en Pep Guardiola hóf vikuna á að saka Sadio Mané um leikaraskap og Jürgen Klopp svaraði þeim ummælum með því að væna Manchester City um að stunda taktísk brot með skipulögðum hætti. Þeir sögðu þó báðir að gagnkvæm virðing væri á milli þeirra og þeir hlökkuðu til þess að mætast um helgina. Manchester City er í vænlegri stöðu í riðli sínum í Meistaradeild Evrópu og gat farið nokkuð afslappað inn í leikinn gegn Atalanta í miðri viku. Púlsinn hefur samt líklega hækkað töluvert hjá Guardiola þegar hann sá aðalmarkvörð sinn, Ederson, rölta meiddan af velli í þeim leik. Ederson verður ekki klár í tæka tíð fyrir leik morgundagsins en líklega mun Claudio Bravo af þeim sökum standa á milli stanganna í þessum mikilvæga leik. Klopp gat aftur á móti leyft sér að hvíla Mohamed Salah sem hefur verið að glíma við ökklameiðsli undanfarnar vikur en hann fór af velli í upphafi síðari hálfleiks í sigrinum á móti Genk. Þá hefur Jordan Henderson hrist af sér veikindin sem urðu til þess að hann missti af leiknum við belgíska liðið. Einhverjar áhyggjuraddir sögðu Virgil van Dijk hafa meiðst en stuðningsmenn Liverpool geta sofið rólegir þar sem hann er klár í slaginn. Tölfræðin er á bandi Liverpool í þessum leik en liðið hefur einungis beðið ósigur einu sinni í síðustu 28 deildarleikjum liðanna á Anfield og Liverpool hefur ekki tapaði í 16 síðustu viðureignum liðanna í deildinni. Þegar litið er á síðustu fimm leiki liðanna í deildinni er jafnræði með þeim en ef 5-0 sigur Manchester City í leik þeirra í september árið 2017 er tekinn út fyrir sviga þá hefur hvort lið um sig haft betur í einum leik og tveimur leikjanna hefur lyktað með jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira