Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 12:17 Ingvar og Ída Mekkín túlka afa og barnabarn með látlausum tilþrifum í Hvítur, hvítur dagur. Þau tengdu strax þegar þau hittust og eru hinir mestu mátar og hafa ekki síður skemmt sér í eftirleiknum. MYND/PIERRE CAUDEVELLE Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu. Hann segir tilnefninguna mikinn heiður. Verðlaunin verða afhent í 32. sinn í Berlín þann 7. desember. Á næsta ári fer verðlaunahátíðin fram í Reykjavík en hún er haldin annað hvert ár í Berlín og hitt árið öðrum evrópskum borgum. Tveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Hann segir tilnefninguna vera mikinn heiður. „Hún er bara fín viðurkenning á því, eða eiginlega alveg stórkostleg viðurkenning, á því að við erum að fá athygli úti í heimi fyrir íslenska kvikmyndagerð og leik í kvikmyndum,“ segir Ingvar í samtali við fréttastofu. Auk Ingvars eru tilnefndir sem besti leikarinn þeir Antonio Banderas fyrir leik í myndinni Pain and Glory, Jean Dujardin, fyrir myndina An Officer and a Spy, Pierfrancesco Faciona fyrir The Traitor, Levan Gelbakhiani fyrir And Then We Danced og Alexander Scheer fyrir Gundermann. „Þetta er bara frábært að vera á þessum lista með þessum fimm spútnik leikurum frá Evrópu,“ segir Ingvar. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Sjálfur er Ingvar núna staddur í Hollandi að fylgja myndinni eftir. „Það er alltaf troðfullt hús og þeir færðu myndina í risastóran sal, stærsta salinn, því að það er búið að vera alltaf uppselt á myndina,“ segir Ingvar. Upplýsingar um allar tilnefningar er að finna á heimsíðu Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira