Fótbolti

Ingvar og Hólmar koma inn í landsliðshópinn í stað nafnanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson er kominn inn í landsliðið.
Hólmar Örn Eyjólfsson er kominn inn í landsliðið. vísir/vilhelm
Gerðar hafa verið tvær breytingar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Tyrklandi og Moldóvu í undankeppni EM 2020.

Nafnarnir Rúnar Alex Rúnarsson og Rúnar Már Sigurjónsson hafa þurft að draga sig út úr leikmannahópnum vegna meiðsla.

Rúnar Alex meiddist á höfði á æfingu Dijon í vikunni en Rúnar Már er enn að jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir í síðasta verkefni með landsliðinu.





Erik Hamrén hefur því ákveðið að kalla þá Hólmar Örn Eyjólfsson og Ingvar Jónsson inn í hópinn. Hólmar leikur með Levski Sofia í Búlgaríu og Ingvar með Viborg í Danmörku.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl fimmtudaginn 14. nóvember. Sunnudaginn 17. nóvember sækir Ísland svo Moldóvu heim í lokaleik sínum í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×