Má reikna með fleiri uppsögnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 12:17 Talið er að fyrirtæki haldi áfram að hagræða. Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting verði í tíu ára lágmarki á þessu ári. Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira