Kristínu hefði mátt vera ljóst að orðspor og starfsheiður Atla Rafns væri að veði Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 16:10 Kristín Eysteinsdóttir (t.h.) mótmælti því sérstaklega fyrir dómi að skilyrði væru uppfyllt til að stefna henni persónulega í máli Atla Rafns (t.v.). Dómurinn féllst ekki á það. Mynd/Samsett Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í héraðsdómi í morgun.Sjá einnig: „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Atli Rafn lýsti því m.a. við aðalmeðferð málsins í byrjun október að sér hafi reynst afar erfitt að snúa aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið, þar sem hann starfar enn, eftir að málið kom upp. Þá fyndist honum atvinnumál sín vera komin í „ruslflokk“. Þá lagði hann áherslu á að honum hefðu ekki verið veittar upplýsingar um það frá hverjum hinar meintu ásakanir komu. Kristín Eysteinsdóttir sagði í vitnisburði sínum að eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni, sem voru sjö frá sex ótengdum aðilum, hafi leitt til brottrekstursins. Ekkert annað hafi verið í stöðunni og leikhúsið orðið fyrir tekjumissi enda brottvísunin á mjög slæmum tíma fyrir leikhúsið, rétt fyrir frumsýningu Medeu.Handbókin ekki nóg Mál Atla Rafns var að mestu byggt á því að bæði Kristín og LR hefðu brotið gegn réttindum hans með saknæmum og ólögmætum hætti. Einkum var litið til tiltekinnar reglugerðar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum, sem Atli Rafn taldi Kristínu og LR hafa brotið við uppsögnina. Þegar kvartanirnar bárust hafði LR ekki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað í samræmi við reglugerðina. Á hinn bóginn var að finna almenn ákvæði um meðferð slíkra mála í handbók starfsfólks leikhússins. Dómurinn mat það þó svo að þessar leiðbeiningar kæmu ekki í stað reglugerðarinnar og fullnægðu ekki þeim kröfum sem þar koma fram, m.a. um að vernda bæði þá sem leggja inn kvörtun og þá sem kvörtun snýst um.Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins.Vísir/EgillÍ þessu samhengi báru Kristín og LR því fyrir sig að reglugerðinni væri einkum ætlað að vernda hagsmuni þolenda. Dómurinn mat það svo að sá málflutningur ætti ekki við rök að styðjast. Skýrt komi fram í reglunum að Kristín og LR hefðu átt að gefa Atla Rafni kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þannig hefði þeim borið að upplýsa hann um það hvers eðlis ásakanirnar voru til þess að honum gæfist kostur á að breyta hegðun sinni, ef slíkt ætti við. „Trúnaður gagnvart viðkomandi einstaklingum getur ekki leitt til þess að réttarstaða stefnanda verði á neinn hátt lakari en hér hefur verið lýst. Ekki var farið eftir reglunum og engin gögn liggja fyrir í málinu um það hvenær atvik áttu sér stað eða hvers eðlis umræddar ásakanir voru,“ segir í dómnum.Sýndu ekki hegðun sem ætlast er til af atvinnurekendum Þá hefði Kristínu og LR átt að vera ljóst að beiting svo alvarlegra úrræða, þ.e. að segja Atla Rafni upp svo skömmu fyrir frumsýningu leikverksins Medeu, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í, væri til þess fallin að valda honum tjóni. Eins og komið hefur fram var frumsýningunni frestað vegna uppsagnar Atla Rafns. Kristín og LR hafi ekki sýnt háttsemi sem ætlast er til af atvinnurekendum miðað við títtnefnda reglugerð þegar mál af þessum toga koma upp. Þannig hafi ekki verið farið að lögum þegar Atla Rafni var sagt upp störfum í desember 2017 og Kristín og LR því bótaskyld. Kristín bar persónulega ábyrgð Kristín mótmælti því sérstaklega fyrir dómi að skilyrði væru uppfyllt til að stefna henni persónulega, hún hefði komið fram í málinu fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur en ekki í eigin persónu. Dómurinn féllst ekki á það, enda hafi það verið Kristín sem ákvað að segja Atla Rafni upp störfum með þeim hætti sem gert var „og fór hún ekki eftir þeim reglum sem henni bar að fylgja við meðferð málsins.“ Kristínu hefði mátt vera ljóst að aðgerðir hennar myndu hafa mikil áhrif á „orðspor, starfsheiður og umtal um“ Atla Rafn og valda honum tjóni. Hún beri þannig sameiginlega ábyrgð ásamt Leikfélagi Reykjavíkur á tjóni Atla Rafns. Þá taldi dómurinn að með ákvörðun sinni um að víkja Atla Rafni frá störfum og fresta frumsýningu Medeu með tilkynningu í fjölmiðlum hafi Kristín og LR vegið að æru hans og persónu. Ákvörðunin hafi haft mikil áhrif á Atla Rafn, og kunni að hafa áhrif á líf hans og störf til lengri tíma litið. Miskabætur voru því ákveðnar 1,5 milljónir króna. Við ákvörðun um bætur var miðað við upplýsingar um aukatekjur Atla Rafns árin 2016-2019. Bætur hans þóttu því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna.Hér að neðan má hlusta á viðtal við Einar Þór Sverrisson lögmann Atla Rafns um dóminn í dag. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri og Leikfélag Reykjavíkur vógu að æru og persónu Atla Rafns Sigurðssonar leikara með því að segja honum upp störfum í desember 2017 og fresta frumsýningu á leikverki, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu. Þá komst dómurinn sérstaklega að þeirri niðurstöðu að Kristín hefði borið persónulega ábyrgð í málinu. Atli Rafn stefndi Kristínu og LR vegna uppsagnarinnar, sem hann taldi ólögmæta og byggðist á ásökunum um meinta kynferðislega áreitni hans. Hann krafðist þrettán milljóna króna í bætur vegna málsins en 5,5 milljónir voru dæmdar honum í skaut í héraðsdómi í morgun.Sjá einnig: „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Atli Rafn lýsti því m.a. við aðalmeðferð málsins í byrjun október að sér hafi reynst afar erfitt að snúa aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið, þar sem hann starfar enn, eftir að málið kom upp. Þá fyndist honum atvinnumál sín vera komin í „ruslflokk“. Þá lagði hann áherslu á að honum hefðu ekki verið veittar upplýsingar um það frá hverjum hinar meintu ásakanir komu. Kristín Eysteinsdóttir sagði í vitnisburði sínum að eðli og umfang ásakana gegn Atla Rafni, sem voru sjö frá sex ótengdum aðilum, hafi leitt til brottrekstursins. Ekkert annað hafi verið í stöðunni og leikhúsið orðið fyrir tekjumissi enda brottvísunin á mjög slæmum tíma fyrir leikhúsið, rétt fyrir frumsýningu Medeu.Handbókin ekki nóg Mál Atla Rafns var að mestu byggt á því að bæði Kristín og LR hefðu brotið gegn réttindum hans með saknæmum og ólögmætum hætti. Einkum var litið til tiltekinnar reglugerðar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum, sem Atli Rafn taldi Kristínu og LR hafa brotið við uppsögnina. Þegar kvartanirnar bárust hafði LR ekki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað í samræmi við reglugerðina. Á hinn bóginn var að finna almenn ákvæði um meðferð slíkra mála í handbók starfsfólks leikhússins. Dómurinn mat það þó svo að þessar leiðbeiningar kæmu ekki í stað reglugerðarinnar og fullnægðu ekki þeim kröfum sem þar koma fram, m.a. um að vernda bæði þá sem leggja inn kvörtun og þá sem kvörtun snýst um.Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins.Vísir/EgillÍ þessu samhengi báru Kristín og LR því fyrir sig að reglugerðinni væri einkum ætlað að vernda hagsmuni þolenda. Dómurinn mat það svo að sá málflutningur ætti ekki við rök að styðjast. Skýrt komi fram í reglunum að Kristín og LR hefðu átt að gefa Atla Rafni kost á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þannig hefði þeim borið að upplýsa hann um það hvers eðlis ásakanirnar voru til þess að honum gæfist kostur á að breyta hegðun sinni, ef slíkt ætti við. „Trúnaður gagnvart viðkomandi einstaklingum getur ekki leitt til þess að réttarstaða stefnanda verði á neinn hátt lakari en hér hefur verið lýst. Ekki var farið eftir reglunum og engin gögn liggja fyrir í málinu um það hvenær atvik áttu sér stað eða hvers eðlis umræddar ásakanir voru,“ segir í dómnum.Sýndu ekki hegðun sem ætlast er til af atvinnurekendum Þá hefði Kristínu og LR átt að vera ljóst að beiting svo alvarlegra úrræða, þ.e. að segja Atla Rafni upp svo skömmu fyrir frumsýningu leikverksins Medeu, sem hann átti að fara með stórt hlutverk í, væri til þess fallin að valda honum tjóni. Eins og komið hefur fram var frumsýningunni frestað vegna uppsagnar Atla Rafns. Kristín og LR hafi ekki sýnt háttsemi sem ætlast er til af atvinnurekendum miðað við títtnefnda reglugerð þegar mál af þessum toga koma upp. Þannig hafi ekki verið farið að lögum þegar Atla Rafni var sagt upp störfum í desember 2017 og Kristín og LR því bótaskyld. Kristín bar persónulega ábyrgð Kristín mótmælti því sérstaklega fyrir dómi að skilyrði væru uppfyllt til að stefna henni persónulega, hún hefði komið fram í málinu fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur en ekki í eigin persónu. Dómurinn féllst ekki á það, enda hafi það verið Kristín sem ákvað að segja Atla Rafni upp störfum með þeim hætti sem gert var „og fór hún ekki eftir þeim reglum sem henni bar að fylgja við meðferð málsins.“ Kristínu hefði mátt vera ljóst að aðgerðir hennar myndu hafa mikil áhrif á „orðspor, starfsheiður og umtal um“ Atla Rafn og valda honum tjóni. Hún beri þannig sameiginlega ábyrgð ásamt Leikfélagi Reykjavíkur á tjóni Atla Rafns. Þá taldi dómurinn að með ákvörðun sinni um að víkja Atla Rafni frá störfum og fresta frumsýningu Medeu með tilkynningu í fjölmiðlum hafi Kristín og LR vegið að æru hans og persónu. Ákvörðunin hafi haft mikil áhrif á Atla Rafn, og kunni að hafa áhrif á líf hans og störf til lengri tíma litið. Miskabætur voru því ákveðnar 1,5 milljónir króna. Við ákvörðun um bætur var miðað við upplýsingar um aukatekjur Atla Rafns árin 2016-2019. Bætur hans þóttu því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna.Hér að neðan má hlusta á viðtal við Einar Þór Sverrisson lögmann Atla Rafns um dóminn í dag.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál MeToo Tengdar fréttir Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00 Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50 „Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leikstjóri segir fullt af vitnum og upptökur til af „lygasögunni“ um Atla Rafn Ari Alexander Magnússon leikstjóri segir að ung leikkona hafi logið upp á fjörutíu manna tökulið, þeirra á meðal Atla Rafn Sigurðarson leikara, með frásögn sinni undir merkjum #metoo í nóvember 2017. Lýsingar hennar á því sem gerst hafi verði auðveldlega hraktar enda sé allt til á upptökum. 27. september 2019 09:00
Borgarleikhúsið dæmt til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi nú eftir hádegi Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir í bætur og eina milljón króna í málskostnað. 30. október 2019 13:50
„Allar reglur voru brotnar sem hægt var að brjóta“ Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Atla Rafns gegn Borgarleikhúsinu sé ánægjuleg. 30. október 2019 14:38
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent