Valur er áfram með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna eftir 40stiga sigur á Breiðabliki, 102-62, er liðin áttust við í fimmtu umferð deildarinnar í kvöld.
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valsstúlkur unnu þriðja leikhlutann 32-9 og gerðu þar af leiðandi út um leikinn.
Hallveig Jónsdóttir gerði 25 stig fyrir Val en Kiana Johnson bætti við 24 stigum, átta fráköstum og níu stoðsendingum.
Violet Morrow var stigahæst í liði Blika með 22 stig. Hún tók einnig tíu fráköst. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir bætti við fimmtán stigum.
Í Vesturbænum vann silfurliðið frá því á síðustu leiktíð, KR, öruggan sigur á Grindavík, 81-66. KR var 38-29 yfir í hálfleik.
Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst með átján stig í jöfnu liði KR en hún tók að auki tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Í liði Grindavíkur var Kamilah Tranese Jackson stigahæst með 24 stig og tók 24 fráköst. Bríet Sif Hinriksdóttir gerði fimmtán stig.
Skallagrímur vann svo öflugan sigur í Keflavík er þær unnu fimm stiga sigur á heimastúlkum, 75-70. Þær lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.
Keira Breeanne Robinson var stigahæst í liði Skallagríms með 29 stig en Emilie Sofie Hesseldal kom næst með 19 stig.
Daniela Wallen Morillo skoraði 25 stig og Anna Ingunn Svansdóttir bætti við fimmtán stigum.
Staðan í deildinni:
Valur 10 stig
Haukar 8 stig
KR 8 stig
Skallagrímur 6 stig
Keflavík 4 stig
Snæfell 4 stig
Breiðablik 0 stig
Grindavík 0 stig
Sigurganga Vals heldur áfram og Skallagrímur sótti tvö stig til Keflavíkur
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
