Berskjölduð Dýrfinna Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. október 2019 07:00 Countess Malaise kemur fram á Tiny terror-viðburðinum á Iðnó í kvöld. Fyrsta plata rapparans Dýrfinnu Benitu kom út á miðnætti, en hún rappar undir nafninu Countess Malaise. Platan heitir Hystería og snertir á ýmsum þemum sem eru Dýrfinnu hugleikin.Erfitt að kveðja pabba „Í kvöld er ég að spila á Tiny Terror í Iðnó, en það var löngu ákveðið áður en að ljóst var að platan kæmi út í dag,“ segir Dýrfinna en hrekkjavökustemning mun ríkja á viðburðinum í kvöld. Platan hefur verið í vinnslu í um ár, en lögin sem á henni eru hafa aldrei heyrst áður. „Ég kláraði námið mitt í Amsterdam árið 2018, en þar lærði ég myndlist og hönnun. Á meðan ég var í náminu þá hóf ég að gera tónlist undir nafninu Countess Malaise. Ég fékk fljótlega athygli og byrjaði strax að spila í Evrópu og hérlendis, mjög reglulega og á meðan ég var í skóla. Dagskráin var mjög þétt hjá mér. Eftir útskrift ákvað ég að það væri gott að gera heildstætt verk, heila plötu.“ Dýrfinna segist hafa flutt heim, ekki einungis til að vinna í plötunni heldur einnig í sjálfri sér. „Ég var orðin ótrúlega andlega veik. Pabbi minn var líka orðinn mjög gamall og ég vildi vera hérna á landinu hjá honum.“ Faðir Dýrfinnu lést fyrr í vikunni og segir hún að það hafi verið henni ómetanlegt að fá að vera með honum síðustu dagana. Langaði að vera berskjölduð Dýrfinna var byrjuð á einu lagi áður en hún útskrifaðist. „Þetta var búið að vera mér hugleikið lengi. Rappheimurinn hérna heima samanstendur mest af strákum. Senan er smá einsleit, hvítir ungir strákar að rappa um sömu hlutina. Mig langaði að koma með eitthvað öðruvísi, hugsa út fyrir boxið. Mig langaði líka að opna mig og vera berskjölduð.“ Hún segir einnig að hana hafi langað að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir þá sem upplifa sig utanvelta. „Fólk sem hefur ekki neinn á svipuðu reki til að líta upp til innan íslensku senunnar. Þá er ég að tala um stelpur, non-binary, fólk í LGBTQ+ samfélaginu og marga fleiri, sem ég styð af öllu hjarta. Ég skilgreini mig ekki endilega nákvæmlega innan samfélagsins, sjálfri finnst mér ekki skipta máli að kynferði mitt komi fram. Ég leik mér mikið með sjálfið og kynímyndir. Áður hefði ég verið kölluð strákastelpa en núna er það algjörlega úrelt hugtak. Mig langar að vera fyrirmynd fyrir fólk sem hefur upplifað sig utanveltu, jafnvel fólk með geðheilsuvandamál þar sem ég þekki það vel af eigin raun.“ Rappar um andlegu veikindin Margir af bestu vinum Dýrfinnu og einnig fjölskyldumeðlimir tilheyra LGBTQ+ samfélaginu og því eðlilegt að það hafi orðið henni innblástur. „Ástæðan fyrir nafninu á plötunni minni, Hystería, er sú að það er dregið af forngríska orðinu yfir leg. Hér áður fyrr var það notað yfir konur sem voru settar á geðveikrahæli, fengu rafstuð og illa meðferð. Þessar konur voru þar áður kallaðar nornir. Konur með skoðanir eða kvíða, sem földu ekki kynferði sitt, sem tóku áhættu og börðust fyrir réttindum sínum. Þær voru bara afskrifaðar sem geðveikar, sagt að þær væru með hysteríu. Því finnst mér orðið eiga vel við og það sem ég stend fyrir. Á plötunni rappa ég um allt frá losta yfir í reiði, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. En þess á milli er ég líka mjög berskjölduð og mjúk í mér.“ Hysteríu er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Fyrsta plata rapparans Dýrfinnu Benitu kom út á miðnætti, en hún rappar undir nafninu Countess Malaise. Platan heitir Hystería og snertir á ýmsum þemum sem eru Dýrfinnu hugleikin.Erfitt að kveðja pabba „Í kvöld er ég að spila á Tiny Terror í Iðnó, en það var löngu ákveðið áður en að ljóst var að platan kæmi út í dag,“ segir Dýrfinna en hrekkjavökustemning mun ríkja á viðburðinum í kvöld. Platan hefur verið í vinnslu í um ár, en lögin sem á henni eru hafa aldrei heyrst áður. „Ég kláraði námið mitt í Amsterdam árið 2018, en þar lærði ég myndlist og hönnun. Á meðan ég var í náminu þá hóf ég að gera tónlist undir nafninu Countess Malaise. Ég fékk fljótlega athygli og byrjaði strax að spila í Evrópu og hérlendis, mjög reglulega og á meðan ég var í skóla. Dagskráin var mjög þétt hjá mér. Eftir útskrift ákvað ég að það væri gott að gera heildstætt verk, heila plötu.“ Dýrfinna segist hafa flutt heim, ekki einungis til að vinna í plötunni heldur einnig í sjálfri sér. „Ég var orðin ótrúlega andlega veik. Pabbi minn var líka orðinn mjög gamall og ég vildi vera hérna á landinu hjá honum.“ Faðir Dýrfinnu lést fyrr í vikunni og segir hún að það hafi verið henni ómetanlegt að fá að vera með honum síðustu dagana. Langaði að vera berskjölduð Dýrfinna var byrjuð á einu lagi áður en hún útskrifaðist. „Þetta var búið að vera mér hugleikið lengi. Rappheimurinn hérna heima samanstendur mest af strákum. Senan er smá einsleit, hvítir ungir strákar að rappa um sömu hlutina. Mig langaði að koma með eitthvað öðruvísi, hugsa út fyrir boxið. Mig langaði líka að opna mig og vera berskjölduð.“ Hún segir einnig að hana hafi langað að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir þá sem upplifa sig utanvelta. „Fólk sem hefur ekki neinn á svipuðu reki til að líta upp til innan íslensku senunnar. Þá er ég að tala um stelpur, non-binary, fólk í LGBTQ+ samfélaginu og marga fleiri, sem ég styð af öllu hjarta. Ég skilgreini mig ekki endilega nákvæmlega innan samfélagsins, sjálfri finnst mér ekki skipta máli að kynferði mitt komi fram. Ég leik mér mikið með sjálfið og kynímyndir. Áður hefði ég verið kölluð strákastelpa en núna er það algjörlega úrelt hugtak. Mig langar að vera fyrirmynd fyrir fólk sem hefur upplifað sig utanveltu, jafnvel fólk með geðheilsuvandamál þar sem ég þekki það vel af eigin raun.“ Rappar um andlegu veikindin Margir af bestu vinum Dýrfinnu og einnig fjölskyldumeðlimir tilheyra LGBTQ+ samfélaginu og því eðlilegt að það hafi orðið henni innblástur. „Ástæðan fyrir nafninu á plötunni minni, Hystería, er sú að það er dregið af forngríska orðinu yfir leg. Hér áður fyrr var það notað yfir konur sem voru settar á geðveikrahæli, fengu rafstuð og illa meðferð. Þessar konur voru þar áður kallaðar nornir. Konur með skoðanir eða kvíða, sem földu ekki kynferði sitt, sem tóku áhættu og börðust fyrir réttindum sínum. Þær voru bara afskrifaðar sem geðveikar, sagt að þær væru með hysteríu. Því finnst mér orðið eiga vel við og það sem ég stend fyrir. Á plötunni rappa ég um allt frá losta yfir í reiði, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. En þess á milli er ég líka mjög berskjölduð og mjúk í mér.“ Hysteríu er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira