Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2019 06:05 Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt. Fréttablaðið/Anton Brink Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn. Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn.
Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira