Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR Árni Jóhannsson skrifar 31. október 2019 22:00 vísir/bára Liðin sem mættust í úrslita einvígi Íslandsmótsins í körfuknattleik síðasta tímabil mættust í Hertz-hellinum í kvöld. Leikurinn var partur af fimmtu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik og búist var við hörku viðureign. Varnir liðanna voru í fyrirrúmi í kvöld eins og sést á loka stigaskori leiksins en báðu liðum gekk bölvanlega að koma boltanum í körfuna lengi vel í fyrri háfleik. KR-ingar voru fljótar i að taka við sér í sóknarleiknum og þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks þá voru gestirnir komnir í 12 stiga forystu en ÍR-ingar ætluðu ekki að láta gestina stinga af. Þeir náðu gríðarlegum sprett og þegar gengið var til búningsklefanna var staðan 33-36 og öll trúin komin ÍR megin á völlinn. Vörn var aftur aðalmálið í seinni hálfleik og gekk ekki vel að skora hjá hvorugu liði. ÍR-ingar nöguðu niður lítið forskot KR-inga og komust yfir og voru yfir þegar þriðja leikhluta lauk 55-52 og upphófust síðan æsispennandi loka fjórðungur. Liðin náðu að skiptast á körfum og forystu en á lokamínútum leiksins byrjaði skrítinn kafli hjá KR þar sem þeir töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum og náðu ÍR-ingar að nýta sér það nægjanlega til að sigla heim eins stiga sigri 78-77 og urðu fagnaðarlætin gríðarleg þegar flautan gall.Afhverju vann ÍR?Á ögurstundu héldu þeir haus og fóru betur með boltann í sóknarleik sínum. Þeir náðu að fylgja eftir áætlun sinni í varnarleiknum og héldu þeir KR í 77 stigum og náðu að nýta sér töpuðu bolta gestanna til að skora einu stigi meira. Bestu menn vallarins?Gerogi Boyanov og Evan Singletary leiddu ÍR-inga í stigaskori í kvöld en Boyanov var með 26 stig og Singletary 25 ásamt 6 stoðsendingum. Þá verður að nefna þátt Sæþórs Elmars sem skoraði nokkrar stemmnings þriggja stiga körfur og varði skot til að hleypa blóði í sína menn þegar á þurfti að halda. Hjá KR var það Jakob Örn Sigurðsson sem skoraði mest eða 20 stig en hann hefði þurft að fá hjálp frá fleirum sóknarlega til að klára leikinn.Hvað gekk illa?Eins og áður segir þá töpuðu KR mikið af boltum og margir þeirra töpuðust þegar mest á reyndi en það er óvanalegt hjá eins reynslumiklu liði og KR. Michael Craion tapaði einn og sér níu boltum og hafði Ingi Þór þjálfari KR orð á því að Craion hafi verið ekki líkur sjálfum sér í kvöld. ÍR nýttu töpuðu boltana frá KR til að skora 22 stig í kvöld.Hvað næst?ÍR spilar við Breiðablik í bikarnum um helgina en í næstu umferð Dominos-deildarinnar spila þeir við Hauka en bæði lið eru með sex stig þannig að um hörkuleik verður líklega að ræða. KR tekur á móti Tindastól í stórleik umferðarinnar á föstudeginum og verða þeir að vera fljótir að jafna sig á leiknum í kvöld til að fá eitthvað út úr þessum leik. Matthías Orri: Gaman að fá smá fútt í þettaÞað voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta“. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best. Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum eþim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta“. Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim“. Borche: Ætluðum að vera fyrstir til að vinna þáÞjálfari ÍR, Borche Ilievski, var að sjálfsögðu hæst ánægður með sína menn og sagði að hans menn hefðu verið duglegir að halda sig við áætlunina sem sett var upp fyrir leikinn. „Við erum að verða betri og erum við að ná upp varnar prinsippum án þess þó að þetta sé algjörlega eins og ég vil hafa það. Þetta var leikur mistaka og auðvitað munum við gera mistök en við reynum að gera eins fá mistök og hægt er. Svo langaði okkur bara mjög mikið að vinna þennan leik, KR var ósigrað í fjórum leikjum og við ætluðum að vera fyrstir til að vinna þá og það var nóg hvatning og bara nafnið KR er nóg til að hvetja öll lið til að vinna þá. Það sama gildir um mína menn“. „Ég sagði við mína menn að ef við værum nálægt þeim í lokin þá myndum við vinna leikinn og þið vitið það að við töpum aldrei jöfnum leikjum“, sagði Borche hlægjandi. „Við vorum mjög heppnir í kvöld og ég er mjög ánægður með mína menn sem áttu þetta skilið. Liðið er að verða betra og samstilltara en ég þarf meira frá fleiri leikmönnum eins og Arnóri Hermannssyni og treysti ég því í framtíðinni að fá meira frá honum og fleiri leikmönnum. En í augnablikinu þurfum við bara að ná í sigra og þetta var einn af þessum sigrum sem munu telja í lokin“. Daði Berg Grétarsson var mikið í umræðunni í vikunni en menn héldu jafnvel að hann væri á leiðinni í bann en hann var með í kvöld og var Borche spurður að því hvort málið hans hefði haft áhrif á undirbúninginn hjá liðinu. „Að sjálfsögðu. Við vissum ekki hvernig þetta myndi enda en vonandi endar þetta vel. Þetta eru íþróttamenn og það er snerting inn á vellinum en menn þurfa að vera rólegir inn á vellinum. Við erum ekki ánægðir með hann Daða og töluðum við hann og bað hann alla viðkomandi afsökunar en hann er mjög leiður yfir þessu og mun passa sig í framtíðinni. Við heyrðum ekkert frá KKÍ þannig að við spiluðum honum en þetta hafði truflandi áhrif“. Dominos-deild karla
Liðin sem mættust í úrslita einvígi Íslandsmótsins í körfuknattleik síðasta tímabil mættust í Hertz-hellinum í kvöld. Leikurinn var partur af fimmtu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik og búist var við hörku viðureign. Varnir liðanna voru í fyrirrúmi í kvöld eins og sést á loka stigaskori leiksins en báðu liðum gekk bölvanlega að koma boltanum í körfuna lengi vel í fyrri háfleik. KR-ingar voru fljótar i að taka við sér í sóknarleiknum og þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks þá voru gestirnir komnir í 12 stiga forystu en ÍR-ingar ætluðu ekki að láta gestina stinga af. Þeir náðu gríðarlegum sprett og þegar gengið var til búningsklefanna var staðan 33-36 og öll trúin komin ÍR megin á völlinn. Vörn var aftur aðalmálið í seinni hálfleik og gekk ekki vel að skora hjá hvorugu liði. ÍR-ingar nöguðu niður lítið forskot KR-inga og komust yfir og voru yfir þegar þriðja leikhluta lauk 55-52 og upphófust síðan æsispennandi loka fjórðungur. Liðin náðu að skiptast á körfum og forystu en á lokamínútum leiksins byrjaði skrítinn kafli hjá KR þar sem þeir töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum og náðu ÍR-ingar að nýta sér það nægjanlega til að sigla heim eins stiga sigri 78-77 og urðu fagnaðarlætin gríðarleg þegar flautan gall.Afhverju vann ÍR?Á ögurstundu héldu þeir haus og fóru betur með boltann í sóknarleik sínum. Þeir náðu að fylgja eftir áætlun sinni í varnarleiknum og héldu þeir KR í 77 stigum og náðu að nýta sér töpuðu bolta gestanna til að skora einu stigi meira. Bestu menn vallarins?Gerogi Boyanov og Evan Singletary leiddu ÍR-inga í stigaskori í kvöld en Boyanov var með 26 stig og Singletary 25 ásamt 6 stoðsendingum. Þá verður að nefna þátt Sæþórs Elmars sem skoraði nokkrar stemmnings þriggja stiga körfur og varði skot til að hleypa blóði í sína menn þegar á þurfti að halda. Hjá KR var það Jakob Örn Sigurðsson sem skoraði mest eða 20 stig en hann hefði þurft að fá hjálp frá fleirum sóknarlega til að klára leikinn.Hvað gekk illa?Eins og áður segir þá töpuðu KR mikið af boltum og margir þeirra töpuðust þegar mest á reyndi en það er óvanalegt hjá eins reynslumiklu liði og KR. Michael Craion tapaði einn og sér níu boltum og hafði Ingi Þór þjálfari KR orð á því að Craion hafi verið ekki líkur sjálfum sér í kvöld. ÍR nýttu töpuðu boltana frá KR til að skora 22 stig í kvöld.Hvað næst?ÍR spilar við Breiðablik í bikarnum um helgina en í næstu umferð Dominos-deildarinnar spila þeir við Hauka en bæði lið eru með sex stig þannig að um hörkuleik verður líklega að ræða. KR tekur á móti Tindastól í stórleik umferðarinnar á föstudeginum og verða þeir að vera fljótir að jafna sig á leiknum í kvöld til að fá eitthvað út úr þessum leik. Matthías Orri: Gaman að fá smá fútt í þettaÞað voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta“. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best. Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum eþim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta“. Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim“. Borche: Ætluðum að vera fyrstir til að vinna þáÞjálfari ÍR, Borche Ilievski, var að sjálfsögðu hæst ánægður með sína menn og sagði að hans menn hefðu verið duglegir að halda sig við áætlunina sem sett var upp fyrir leikinn. „Við erum að verða betri og erum við að ná upp varnar prinsippum án þess þó að þetta sé algjörlega eins og ég vil hafa það. Þetta var leikur mistaka og auðvitað munum við gera mistök en við reynum að gera eins fá mistök og hægt er. Svo langaði okkur bara mjög mikið að vinna þennan leik, KR var ósigrað í fjórum leikjum og við ætluðum að vera fyrstir til að vinna þá og það var nóg hvatning og bara nafnið KR er nóg til að hvetja öll lið til að vinna þá. Það sama gildir um mína menn“. „Ég sagði við mína menn að ef við værum nálægt þeim í lokin þá myndum við vinna leikinn og þið vitið það að við töpum aldrei jöfnum leikjum“, sagði Borche hlægjandi. „Við vorum mjög heppnir í kvöld og ég er mjög ánægður með mína menn sem áttu þetta skilið. Liðið er að verða betra og samstilltara en ég þarf meira frá fleiri leikmönnum eins og Arnóri Hermannssyni og treysti ég því í framtíðinni að fá meira frá honum og fleiri leikmönnum. En í augnablikinu þurfum við bara að ná í sigra og þetta var einn af þessum sigrum sem munu telja í lokin“. Daði Berg Grétarsson var mikið í umræðunni í vikunni en menn héldu jafnvel að hann væri á leiðinni í bann en hann var með í kvöld og var Borche spurður að því hvort málið hans hefði haft áhrif á undirbúninginn hjá liðinu. „Að sjálfsögðu. Við vissum ekki hvernig þetta myndi enda en vonandi endar þetta vel. Þetta eru íþróttamenn og það er snerting inn á vellinum en menn þurfa að vera rólegir inn á vellinum. Við erum ekki ánægðir með hann Daða og töluðum við hann og bað hann alla viðkomandi afsökunar en hann er mjög leiður yfir þessu og mun passa sig í framtíðinni. Við heyrðum ekkert frá KKÍ þannig að við spiluðum honum en þetta hafði truflandi áhrif“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum