Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 92-82 | Sigurganga Keflavíkur heldur áfram Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 31. október 2019 22:15 Dominykas átti góðan leik í kvöld vísir/daníel Valsmenn mættu í heimsókn í Blue-höllina í Reykjanesbæ þar sem taplausir Keflvíkingar biðu þeirra í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn í Keflavík byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu níu stig leiksins. Valsmenn náðu mest að minnka muninn niður í fimm stig í leikhlutanum en tveir þristar frá Khalil Ahmad juku forystu Keflvíkinga aftur í tveggja stafa tölu. Keflavík leiddi að fyrsta leikhlutanum loknum með níu stigum. Líkt og í fyrsta leikhluta byrjuðu Keflvíkingar annan leikhlutann af krafti. Bæði lið voru ekki á fullu tempói í fyrri hálfleik og sigldu Keflvíkinga hægt og rólega fram úr. Þegar fyrri hálfleiknum lauk leiddu Keflvíkingar með nítján stigum, 51-32. Þriðji leikhluti spilaðist framan af alveg eins og fyrri hálfleikur. Keflvíkingar sigldu hægt og rólega fram úr og náðu upp öruggri forystu, nærri þrjátíu stigum. Undir lok leikhlutans duttu Keflvíkingar hins vegar alveg niður og Valsmenn settu fjórar þriggja stiga körfur og gestirnir héldu svo áfram í upphafi fjórða leikhluta. Um miðbik lokaleikhlutans var munurinn skyndilega orðinn fimm stig og þetta allt í einu orðinn leikur. En þá stigu Keflvíkingar á bensíngjöfina og sigldu fram úr aftur, og tryggðu sér öruggan sigur, 92-82. Afhverju vann Keflavík? Heilt yfir voru þeir mikið betri. Keflvíkingar líta ofboðslega vel út, ef ekki best allra liða á landinu í dag. Þeir voru ekki á fullu tempói í dag, ekki Valur heldur, en samt voru þeir gjörsamlega að valta yfir Valsmenn í kvöld á tímabili. Oft eru einkenni góðra liða, að geta unnið svona leiki, þrátt fyrir að vera ekki að spila sinn besta leik. Þessir stóðu upp úr: Byrjunarlið Keflavíkur var feykiöflugt í kvöld. Hörður Axel stjórnaði leiknum eins og hershöfðingi og þá var Reggie Dupree flottur varnarlega. Khalil Ahmad var manna stigahæstur með 34 stig, þrátt fyrir að undirrituðum fannst hann vera bara á 70% tempói oft á tíðum. Þá voru turnarnir tveir inn í teig Keflavíkur, Deane Williams og Dominykas Milka flottir að vanda, með samtals 24 fráköst og 36 stig. Hjá Valsmönnum var Frank Booker stigahæstur með 17 stig og Pavel Ermolinskij var með tvöfalda tvennu. Hvað gekk illa? Valsmenn voru lengi framan af algjörlega týndir en þeir komu til baka á tímabili. Þessi liður verður að vera tileinkaður bandarískum leikmanni Vals, Chris Jones. Hann neitaði að spila með Valsliðinu í seinni hálfleiknum og horfði á seinni hálfleikinn í borgaralegum klæðum. Chris Jones leikur hér sem atvinnumaður en hættir með liði sínu í hálfleik, slíkt er afar furðulegt. Hvað gerist næst? Á meðan mörg önnur úrvalsdeildarlið leika í bikarkeppninni fyrir næstu umferð breyta Keflvíkingar og Valsmenn út af vananum. Valsmenn sitja hjá í þessari umferð og þurfa því ekki að leika í bikarnum í þessari umferð á meðan Keflvíkingar frestuðu sínum leik um nokkra daga. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Þór Akureyri í deildinni eftir viku og daginn eftir þann leik mæta þeir B-liði Þórs Akureyrar í bikarnum. Næsti leikur Valsmanna er gegn hinu liðunu úr Reykjanesbæ, Njarðvík. Ágúst Björgvinsson: Hann getur ekki talist leikmaður Vals ef hann yfirgefur liðið í hálfleik. Furðulegt atvik átti sér stað í Blue-höll Keflvíkinga í kvöld á meðan leik stóð á milli heimamanna og Vals í Dominos-deild karla. Chris Jones, bandarískur leikmaður Vals lék ekki með liðinu í seinni hálfleik og horfði hann á leikinn í borgaralegum klæðum. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals sagði svo í viðtali eftir leik að Jones hefði neitað að spila seinni hálfleikinn. „Það er best að spyrja hann að því sjálfur. Hann sagðist ekki ætla að spila seinni hálfleikinn. Hann stimplaði sig bara út,“ sagði Ágúst eftir leik er hann var spurður út í Jones. Það er fáheyrt að atvinnumenn neiti að spila leiki, og er því um afar furðurlegt atvik að ræða. Ágúst segir að leikmaðurinn sé ekki leikmaður Vals lengur. „Nei ég efast um það. Hann getur ekki talist leikmaður Vals ef hann yfirgefur liðið í hálfleik.“ Aðspurður hvort að Chris Jones hefði gefið einhverjar ástæður fyrir þessari ákvörðun sinni var svar Ágústar stutt og laggott. „Nei.“ Valsmenn léku miklu betur í seinni hálfleik þrátt fyrir fjarveru Jones en það kom ekki í veg fyrir tap Valsmanna. Jones skoraði fjögur stig á þrettán mínútum í leiknum í kvöld. „.Við verðum bara að finna nýjan mann en mér fannst strákarnir tækla þetta mjög vel.“ Hjalti Vilhjálmsson: Þetta var flatt og leiðinlegt, hálf daufur leikur. Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Val í Dominos-deild karla í kvöld. „Við spiluðum þokkalega vel framan af. Mér fannst við svolítið villtir stundum. Fórum svolítið í gamla, villta Keflavíkurliðið. Við þurfum að strúktúra þetta aðeins betur og taka okkur meiri tíma sóknarlega. Varnarlega vorum við þrælflottir. Svo ná Valsmenn upp góðum kafla þar sem við erum svolítið mikið til baka,“ sagði Hjalti að leik loknum. Keflvíkingar virtust hreinlega ætla að labba yfir Valsmenn og voru komnir með nærrum þrjátíu stiga forskot, en þá duttu Keflvíkingar alveg niður og hleyptu Valsmönnum inn í leikinn. Hjalti segir að Keflavík þurfi að laga þetta. „Þetta hefur gerst í seinustu þremur leikjum. Við erum með fínt forskot og missum það niður. Okkur líður kannski fullvel og ætla kannski að sigra heiminn, ég veit ekki alveg hvað menn eru að hugsa. Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að laga.“ Leikurinn var hálf leiðinlegur framan af en hvorugt liðanna voru á fullu tempói. „Þetta var flatt og leiðinlegt, hálf daufur leikur. Það kom smá gír í okkur í byrjun seinna en svo komust þeir í gírinn í lok þriðja og byrjun fjórða.“ Hörður Axel: Maður á ekki að taka sigrum sem sjálfsögðum hlut Hörður Axel Vilhjálmsson var kátur í leikslok eftir þægilegan sigur á Valsmönnum í kvöld. „Maður er alltaf ánægður að vinna og maður á ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut. Vona að við séum ekki að fara gera það núna.“ Keflvíkingar voru heilt yfir mikið betri aðilinn í leiknum í kvöld en hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn undir lok þriðja leikhluta og fjórða. En þá stigu þeir aftur á bensíngjöfina. Keflavík eru með fullt hús stiga, og eftir úrslit kvöldsins eru þeir einir á toppnum. Það virðist allt vera í blóma í Keflavík. „Já við erum með hörkulið, en á sama tíma megum við ekki fara of hátt. Það er fullt sem við þurfum að bæta, fullt sem við þurfum að verða betri í og fullt sem erum að gera vel. Við verðum líka að ná heilum leik þar sem við erum á fullu.“ Eins og áður segir duttu Keflvíkingar full mikið niður í leiknum og misstu nærri þrjátíu stiga forystu. „Við vorum óskynsamir, bæði sóknarlega og varnarlega. Ég var sjálfur að taka bull skot þar sem ég ætti að hægja á leiknum, stilla upp og láta Val spila vörn. Á sama tíma voru þeir farnir að svínhitta hinum meginn. Þetta er stórhættulegt lið þetta Valslið.“ Dominos-deild karla
Valsmenn mættu í heimsókn í Blue-höllina í Reykjanesbæ þar sem taplausir Keflvíkingar biðu þeirra í Dominos-deild karla í kvöld. Heimamenn í Keflavík byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu níu stig leiksins. Valsmenn náðu mest að minnka muninn niður í fimm stig í leikhlutanum en tveir þristar frá Khalil Ahmad juku forystu Keflvíkinga aftur í tveggja stafa tölu. Keflavík leiddi að fyrsta leikhlutanum loknum með níu stigum. Líkt og í fyrsta leikhluta byrjuðu Keflvíkingar annan leikhlutann af krafti. Bæði lið voru ekki á fullu tempói í fyrri hálfleik og sigldu Keflvíkinga hægt og rólega fram úr. Þegar fyrri hálfleiknum lauk leiddu Keflvíkingar með nítján stigum, 51-32. Þriðji leikhluti spilaðist framan af alveg eins og fyrri hálfleikur. Keflvíkingar sigldu hægt og rólega fram úr og náðu upp öruggri forystu, nærri þrjátíu stigum. Undir lok leikhlutans duttu Keflvíkingar hins vegar alveg niður og Valsmenn settu fjórar þriggja stiga körfur og gestirnir héldu svo áfram í upphafi fjórða leikhluta. Um miðbik lokaleikhlutans var munurinn skyndilega orðinn fimm stig og þetta allt í einu orðinn leikur. En þá stigu Keflvíkingar á bensíngjöfina og sigldu fram úr aftur, og tryggðu sér öruggan sigur, 92-82. Afhverju vann Keflavík? Heilt yfir voru þeir mikið betri. Keflvíkingar líta ofboðslega vel út, ef ekki best allra liða á landinu í dag. Þeir voru ekki á fullu tempói í dag, ekki Valur heldur, en samt voru þeir gjörsamlega að valta yfir Valsmenn í kvöld á tímabili. Oft eru einkenni góðra liða, að geta unnið svona leiki, þrátt fyrir að vera ekki að spila sinn besta leik. Þessir stóðu upp úr: Byrjunarlið Keflavíkur var feykiöflugt í kvöld. Hörður Axel stjórnaði leiknum eins og hershöfðingi og þá var Reggie Dupree flottur varnarlega. Khalil Ahmad var manna stigahæstur með 34 stig, þrátt fyrir að undirrituðum fannst hann vera bara á 70% tempói oft á tíðum. Þá voru turnarnir tveir inn í teig Keflavíkur, Deane Williams og Dominykas Milka flottir að vanda, með samtals 24 fráköst og 36 stig. Hjá Valsmönnum var Frank Booker stigahæstur með 17 stig og Pavel Ermolinskij var með tvöfalda tvennu. Hvað gekk illa? Valsmenn voru lengi framan af algjörlega týndir en þeir komu til baka á tímabili. Þessi liður verður að vera tileinkaður bandarískum leikmanni Vals, Chris Jones. Hann neitaði að spila með Valsliðinu í seinni hálfleiknum og horfði á seinni hálfleikinn í borgaralegum klæðum. Chris Jones leikur hér sem atvinnumaður en hættir með liði sínu í hálfleik, slíkt er afar furðulegt. Hvað gerist næst? Á meðan mörg önnur úrvalsdeildarlið leika í bikarkeppninni fyrir næstu umferð breyta Keflvíkingar og Valsmenn út af vananum. Valsmenn sitja hjá í þessari umferð og þurfa því ekki að leika í bikarnum í þessari umferð á meðan Keflvíkingar frestuðu sínum leik um nokkra daga. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Þór Akureyri í deildinni eftir viku og daginn eftir þann leik mæta þeir B-liði Þórs Akureyrar í bikarnum. Næsti leikur Valsmanna er gegn hinu liðunu úr Reykjanesbæ, Njarðvík. Ágúst Björgvinsson: Hann getur ekki talist leikmaður Vals ef hann yfirgefur liðið í hálfleik. Furðulegt atvik átti sér stað í Blue-höll Keflvíkinga í kvöld á meðan leik stóð á milli heimamanna og Vals í Dominos-deild karla. Chris Jones, bandarískur leikmaður Vals lék ekki með liðinu í seinni hálfleik og horfði hann á leikinn í borgaralegum klæðum. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals sagði svo í viðtali eftir leik að Jones hefði neitað að spila seinni hálfleikinn. „Það er best að spyrja hann að því sjálfur. Hann sagðist ekki ætla að spila seinni hálfleikinn. Hann stimplaði sig bara út,“ sagði Ágúst eftir leik er hann var spurður út í Jones. Það er fáheyrt að atvinnumenn neiti að spila leiki, og er því um afar furðurlegt atvik að ræða. Ágúst segir að leikmaðurinn sé ekki leikmaður Vals lengur. „Nei ég efast um það. Hann getur ekki talist leikmaður Vals ef hann yfirgefur liðið í hálfleik.“ Aðspurður hvort að Chris Jones hefði gefið einhverjar ástæður fyrir þessari ákvörðun sinni var svar Ágústar stutt og laggott. „Nei.“ Valsmenn léku miklu betur í seinni hálfleik þrátt fyrir fjarveru Jones en það kom ekki í veg fyrir tap Valsmanna. Jones skoraði fjögur stig á þrettán mínútum í leiknum í kvöld. „.Við verðum bara að finna nýjan mann en mér fannst strákarnir tækla þetta mjög vel.“ Hjalti Vilhjálmsson: Þetta var flatt og leiðinlegt, hálf daufur leikur. Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn Val í Dominos-deild karla í kvöld. „Við spiluðum þokkalega vel framan af. Mér fannst við svolítið villtir stundum. Fórum svolítið í gamla, villta Keflavíkurliðið. Við þurfum að strúktúra þetta aðeins betur og taka okkur meiri tíma sóknarlega. Varnarlega vorum við þrælflottir. Svo ná Valsmenn upp góðum kafla þar sem við erum svolítið mikið til baka,“ sagði Hjalti að leik loknum. Keflvíkingar virtust hreinlega ætla að labba yfir Valsmenn og voru komnir með nærrum þrjátíu stiga forskot, en þá duttu Keflvíkingar alveg niður og hleyptu Valsmönnum inn í leikinn. Hjalti segir að Keflavík þurfi að laga þetta. „Þetta hefur gerst í seinustu þremur leikjum. Við erum með fínt forskot og missum það niður. Okkur líður kannski fullvel og ætla kannski að sigra heiminn, ég veit ekki alveg hvað menn eru að hugsa. Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að laga.“ Leikurinn var hálf leiðinlegur framan af en hvorugt liðanna voru á fullu tempói. „Þetta var flatt og leiðinlegt, hálf daufur leikur. Það kom smá gír í okkur í byrjun seinna en svo komust þeir í gírinn í lok þriðja og byrjun fjórða.“ Hörður Axel: Maður á ekki að taka sigrum sem sjálfsögðum hlut Hörður Axel Vilhjálmsson var kátur í leikslok eftir þægilegan sigur á Valsmönnum í kvöld. „Maður er alltaf ánægður að vinna og maður á ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut. Vona að við séum ekki að fara gera það núna.“ Keflvíkingar voru heilt yfir mikið betri aðilinn í leiknum í kvöld en hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn undir lok þriðja leikhluta og fjórða. En þá stigu þeir aftur á bensíngjöfina. Keflavík eru með fullt hús stiga, og eftir úrslit kvöldsins eru þeir einir á toppnum. Það virðist allt vera í blóma í Keflavík. „Já við erum með hörkulið, en á sama tíma megum við ekki fara of hátt. Það er fullt sem við þurfum að bæta, fullt sem við þurfum að verða betri í og fullt sem erum að gera vel. Við verðum líka að ná heilum leik þar sem við erum á fullu.“ Eins og áður segir duttu Keflvíkingar full mikið niður í leiknum og misstu nærri þrjátíu stiga forystu. „Við vorum óskynsamir, bæði sóknarlega og varnarlega. Ég var sjálfur að taka bull skot þar sem ég ætti að hægja á leiknum, stilla upp og láta Val spila vörn. Á sama tíma voru þeir farnir að svínhitta hinum meginn. Þetta er stórhættulegt lið þetta Valslið.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum