Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 14:19 Báturinn var dreginn til Siglufjarðar. Mynd/Pétur Sigurðsson Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði. Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði.
Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47